Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 07. apríl 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Bogi Ágústsson spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Bogi Ágústsson sýnir takta með boltann.
Bogi Ágústsson sýnir takta með boltann.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Bogi reiknar með sigri hjá sínum mönnum í Tottenham.
Bogi reiknar með sigri hjá sínum mönnum í Tottenham.
Mynd: Getty Images
Arsenal hefur betur gegn Crystal Palace samkvæmt spá Boga.
Arsenal hefur betur gegn Crystal Palace samkvæmt spá Boga.
Mynd: Getty Images
Stefán Árni Pálsson fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi í vikunni.

Bogi Ágústsson, fréttamaðurinn reyndi á RÚV, spáir í leiki helgarinnar að þessu sinni en hann er harður stuðningsmaður Tottenham.



Tottenham 2 - 0 Watford (11:30 á morgun)
Tottenham er á mikilli siglingu. Það hefur ekkert lið fengið fleiri stig á þessu almannaksári. Þeir unnu Burnley og Swansea á útivelli í síðustu tveimur leikjum og ættu að geta unnið Watford.

Manchester City 3 - 0 Hull (14:00 á morgun)
City er í sárum eftir tapið gegn Chelsea. Þeir eru komnir í þá stöðu að Meistaradeildarsætið er í hættu og það munu þeir ekki líða.

Middlesbrough 0 - 0 Burnley (14:00 á morgun)
Middlesbrough eru gjörsamlega heillum horfnir en Burnley á í vandræðum með að skora mörk.

Stoke 2 - 2 Liverpool (14:00 á morgun)
Saido Mane er úr leik hjá Liverpool. Hann hefur verið gríðarlega öflugur. Stoke hafa verið öflugir heima fyrir og ég spái 2-2 jafntefli.

WBA 1 - 1 Southampton (14:00 á morgun)
Þetta eru lið sem hafa ekki að miklu að keppa.

West Ham 0 - 1 Swansea (14:00 á morgun)
Þetta er kannski óskhyggja en ég spái því að Swansea hafi þetta naumt. Við vonum að Gylfi skori. West Ham er í miklum vandræðum og það hefur hvorki gengið né rekið hjá þeim að undanförnu.

Bournemouth 1 - 3 Chelsea (16:30 á laugardag)
Illu heilli þá óttast ég að Chelsea vinni þetta nokkuð örugglega.

Sunderland 1 - 1 Manchester United (12:30 á sunnudag)
Sunderland er í tómu tjóni og ég sé ekki að nokkuð bjargi þeim. United er bara í jafnteflunum þessa dagana svo ég segi 1-1.

Everton 2 - 0 Leicester (15:00 á sunnudag)
Lukaku nýtir sér það að Harry Kane og vill tryggja það að hann veðri markakóngur.

Crystal Palace 1 - 2 Arsenal (19:00 á mánudaginn)
Sem Spursari þá óska ég Crystal Palace alls hins besta í þeim leik. Ég óttast að það sé að gerast núna sem gerist oft í lok leiktíðar, að Arsenal fær aukastyrk. Þeir unnu góðan sigur í fyrradag og taka Crystal Palace.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Siggi Hlö (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (3 réttir)
Sveppi (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner