Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 12. apríl 2017 08:00
Fótbolti.net
Spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deild kvenna: 10. sæti
Haukar
Haukar unnu 1. deildina í fyrra.
Haukar unnu 1. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin unga Alexandra Jóhannsdóttir verður í lykilhlutverki hjá Haukum í sumar.
Hin unga Alexandra Jóhannsdóttir verður í lykilhlutverki hjá Haukum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst 27. apríl næstkomandi. Fótbolti.net mun næstu dagana opinbera spá fyrir deildina í sumar en liðin verða kynnt eitt af öðru næstu dagana.

Spáin:
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Haukar

10. Haukar
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 1. deild
Haukar unnu 1. deild kvenna með glæsibrag í fyrra. Eftir hörku undanúrslitaleiki gegn Keflavík þá sigruðu Haukar lið Grindavíkur örugglega í úrslitaleiknum sjálfum. Haukar spiluðu síðast í efstu deild kvenna árið 2010 og gaman verður að sjá liðið á meðal þeirra bestu á ný.

Þjálfarinn: Kjartan Stefánsson tók við Haukum fyrir síðasta tímabil og fór strax upp um deild með liðinu. Kjartan hefur áður þjálfað yngri flokka hjá Fylki auk þess sem hann stýrði liðinu í Pepsi-deild kvenna síðari hluta sumars 2012.

Styrkleikar: Helsti styrkleiki Hauka fyrir sumarið verður Hauka hjartað en margir leikmenn í hópnum eru uppaldir. Gengi liðsins í 1. deildinni í fyrra var frábært og þar óx liðið með hverri raun. Þrír erlendir leikmenn hafa bæst við hópinn í vetur og þeir ættu að auka gæðin frá því í fyrra.

Veikleikar: Gengi Hauka á undirbúningstímabilinu var ekkert til að hrópa húrra fyrir. Hópurinn er afskaplega reynslulítill og mjög fáir leikmenn hafa áður spilað í Pepsi-deildinni. Tveir af erlendu leikmönnunum komu til landsins á dögunum og eiga eftir að aðlagast leik liðsins.

Lykilmenn: Alexandra Jóhannsdóttir, Marjani Hing-Glover og Vienna Behnke.

Gaman að fylgjast með: Sæunn Björnsdóttir er gríðarlega efnilegur miðjumaður. Sæunn var einungis 15 ára þegar hún var í föstu hlutverki með Haukum í fyrra. Spennandi verður að sjá hana spreyta sig í Pepsi-deildinni í fyrsta skipti.

Komnar:
Marjani Hing-Glover frá Grindavík
Tori Ornela frá Bandaríkjunum
Vienna Behnke frá Bandaríkjunum

Farnar:
Aníta Björk Axelsdóttir í Fylki (Var á láni)
Lilja Vigdís Davíðsdóttir í Fylki (Var á láni)

Fyrstu leikir Hauka
27. apríl Haukar – Stjarnan
3. maí Grindavík – Haukar
9. maí Haukar – FH
Athugasemdir
banner
banner