Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
Niðurtalningin - Tími breytinga á Meistaravöllum
Niðurtalningin - F er fyrir fótbolta og H er fyrir Hödda Magg
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Niðurtalningin - Stór prófíll norður eftir heldur rólegan vetur
Niðurtalningin - Þungamiðja menningar í hverfinu
banner
   mán 17. apríl 2017 12:15
Magnús Már Einarsson
Kristján Guðmunds: Allt annar veruleiki en liðin á höfuðborgarsvæðinu upplifa
Kristján Guðmundsson er mættur í Pepsi-deildina á nýjan leik.
Kristján Guðmundsson er mættur í Pepsi-deildina á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján og Arnór Gauti Ragnarsson sem gekk til liðs við ÍBV í vetur.
Kristján og Arnór Gauti Ragnarsson sem gekk til liðs við ÍBV í vetur.
Mynd: Raggi Óla
Gunnar Heiðar verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV.
Gunnar Heiðar verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Liðinu er spáð sama gengi og undanfarin ár. Sérfræðingar telja að við höfum ekki bætt okkur nógu mikið í vetur og við þurfum að taka þessu," segir Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, um spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deildina en Eyjamönnum er spáð níunda sætinu í sumar.

„Markmiðið okkar er að komast nær miðjustrikinu í deildinni og helst fyrir ofan það. Ég er ánægður með leikmannahópinn og mig grunar að við náum þessu markmiði okkar, að vera fyrir ofan miðju. Þegar maður horfir á hin liðin þá sér maður að þau eru að styrkja sig vel og ég held að þetta verði ein sterkasta deildin lengi."

Reyndu við stóra bita
Kristján hefur mikið leitað út fyrir landsteinana í leit að liðsstyrk í vetur.

„Við reyndum við stóra bita á markaðinum sem fóru síðan í lið sem hafa verið í toppbaráttunni undanfarin ár. Við buðum fína samninga en þeir voru sennilega ekki jafn stórir og leikmennirnir fengu hjá hinum klúbbunum. Svo eru menn ekki tilbúnir að fara í þann dans að fara til Eyja ef þeir geta fengið eitthvað svipað á höfuðborgarsvæðinu."

„Eins og þetta hefur þróast þá er ekki lengur hægt að keppa við ofurliðin í þessu. Ef maður nær ekki strákum á Íslandi þá eru það útlönd. ÍBV þarf kannski að fókusa meira á leikmenn sem eru að koma upp úr 2. flokki á höfuðborgarsvæðinu. Sjá hvort þau séu að klikka á leikmönnum sem hægt er að búa til Pepsi-deildar leikmenn úr."

Á meðal leikmanna sem eru komnir til ÍBV eru færeysku landsliðsmennirnir Jónas Þór Næs og Kaj Leó í Bartalsstovu.

„Þetta eru tveir flottir karakterar. Það skiptir mestu máli í þessu. Við fáum þarna tvær sterkar týpur og manneskjur í þessum leikmönnum," sagði Kristján um Færeyingana. „Við höfum horft mest á karakterinn þegar við höfum verið að velja nýja leikmenn. Það eru leikmenn sem komu ekki til greina þó að þeir séu ágætir í fótbolta."

Stjórnvöld hafa tungumálanámið dýrt
Leikmenn ÍBV tala mismunandi tungumál en sjálfur er Kristján mest í enskunni. „Ég tala ensku meira og minna allan daginn. Það tala allir ensku nema einn í 2. flokki," sagði Kristján léttur.

Jónas, Pablo Punyed og Matt Garner tala allir íslensku eftir að hafa verið í nokkur ár á Íslandi auk þess sem hinn danski Mikkel Maigaard Jakobsen er farinn að tala ágætis íslensku eftir að hafa spilað með ÍBV í fyrra.

„Þeir fóru á íslensku námskeið og eru farnir að tala íslensku pínulítið. Það þarf að borga tugi þúsunda fyrir það. Ef stéttarfélagið styrkir þig þá er það niðurgreitt en íslensk stjórnvöld hafa ennþá þá stefnu að láta erlenda fólkið borga tugi þúsunda til að borga íslensku. Það hjálpar þeim gríðarlega að komast inn í samfélagið," sagði Kristján kaldhæðinn og skaut á íslensk stjórnvöld.

Arnór fær stuðning frá Gunnari Heiðari
Arnór Gauti Ragnarsson kom til ÍBV frá Breiðabliki í vetur en þessi efnilegi framherji hefur verið duglegur að skora á undirbúningstímabilinu.

„Ég býst við því að það verði spennandi að fylgjast með honum. Við eigum von á því að hann haldi áfram á sömu braut þó að hann sé að fara að spila í úrvalsdeildinni. Hann er með gríðarlegt sjálfstraust og það fleytir honum langt. Hann er með góðan stuðning frá Gunnari Heiðari (Þorvaldssyni) og held að hann geti gert góða hluti," sagði Kristján en Gunnar Heiðar er kominn í gang eftir erfið meiðsli. Hann verður spilandi aðstoðarþjálfari í sumar.

„Ég býst við að fá einhver mörk og töluverðan spiltíma frá honum. Hann er ráðinn sem aðstoðarþjálfari til að vera þjálfarinn inni á vellinum. Ég hef aldrei verið með spilandi aðstoðarþjálfara en ákvað að hoppa í þetta til að virkja hann meira," sagði Kristján en Gunnar er nýbyrjaður að spila eftir meiðsli.

„Hann fór í aðgerð og er búinn að æfa af krafti síðan þá. Það eru gríðarleg gæði í honum og hann kann að skora mörk. Ég á von á því að okkur takist að fá heilt tímabil frá honum. Þú sérð hann kannski ekki spila allar mínútur alltaf en við reynum að hitta á réttu punktana og hann skili því sem hann á að gera sem leikmaður í hvert skipti."

Ekki fyrir kojuna í Herjólfi
Þegar Kristján var ráðinn þjálfari ÍBV síðastliðið haust þá var það sjötta árið í röð sem Eyjamenn réðu nýjan þjálfara eftir tímabil. Kristján er ekki í Eyjum til að tjalda til einnar nætur.

„Það sem vantar í Eyjum er stöðugleiki. Samningurinn er þriggja ára og það er stefnt á að báturinn fari aðeins að komast út úr þessum öldudal. Það vantar sýn og rólegheit í kringum þetta. Hvort sem ég verð í þrjú ár, meira eða minna, þá er mitt starf að ná ró og það verði allt í standi þegar ég fer. Þannig getur næsti þjálfari gengið beint inn í starfið án þess að það verði breytingar, hávaði og læti."

Kristján hefur fengið að kynnast því að ferðast í leiki í Herjólfi í vetur. „Þetta var eitthvað sem ég var ekki hrifinn af í gamla daga," sagði Kristján og hló. „Þegar maður sá að maður þyrfti að gera þetta í vinnunni þá breytti maður sýninni á þetta og ég undirbjó hvernig ég myndi fara í þessar ferðir. Strákarnir hlaupa yfirleitt niður í koju en mér finnst það óþægilegra. Ég sit upp í matsalnum og spjalla við fólk eða les."

Dáist að leikmönnum úti á landi
Kristján hefur fengið að kynnast Herjólfsferðunum vel í vetur en Eyjamenn hafa siglt í Þorlákshöfn nánast allar helgar í leiki á undirbúningstímabilinu.

„Í fyrstu leikjunum tók ég saman hvað það tók okkur langan tíma að fara í leik miðað við andstæðing og það var rúmlega heill sólarhringur," segir Kristján.

„Þetta er allt annar veruleiki en liðin á höfuðborgarsvæðinu upplifa. Það er magnað hvað leikmaður í Vestmanneyjum leggur margfalt meira á sig til að spila fótbolta heldur en leikmaður á höfuðborgarsvæðinu. Menn þurfa að upplifa þetta sjálfir til að trúa því. Þegar við spilum við leikmenn sem henda sér niður í návígum og væla þá vita þeir ekki að við höfum verið í bátnum í nokkra tíma. Ég dáist að leikmönnum í Vestmannaeyjum og úti á landi að standa í þessu. Svona er fótboltinn. Hann er seiðmagnandi," sagði Kristján.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 9. sæti: ÍBV
Hin hliðin - Arnór Gauti Ragnarsson
Landsliðsmaðurinn sem byrjaði 16 ára að æfa mark
Athugasemdir
banner
banner