Brasilísku leikmennirnir Rilany Aguiar Da Silva og Thaisa Moreno sömdu í vetur við nýliða Grindavíkur í Pepsi-deild kvenna.
Rilany og Thaisa eiga báðar leiki að baki með brasilíska landsliðinu. Í síðustu viku skoraði Thaisa í 6-0 sigri Brasilíu á Bolivíu en í fyrra var hún í liðinu sem endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Rio.
Báðir leikmennirnir voru einnig í leikmannahópi sænska félagsins Tyresö þegar það fór í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2014. Rilany og Thaisa eru báðar vel þekktar í heimalandi sínu og þá sérstaklega sú síðarnefnda.
Rilany og Thaisa eiga báðar leiki að baki með brasilíska landsliðinu. Í síðustu viku skoraði Thaisa í 6-0 sigri Brasilíu á Bolivíu en í fyrra var hún í liðinu sem endaði í 4. sæti á Ólympíuleikunum í Rio.
Báðir leikmennirnir voru einnig í leikmannahópi sænska félagsins Tyresö þegar það fór í úrslit Meistaradeildarinnar árið 2014. Rilany og Thaisa eru báðar vel þekktar í heimalandi sínu og þá sérstaklega sú síðarnefnda.
Thaisa er með tæplega 70 þúsund fylgjendur á Instagram en hún hefur vakið athygli með landsliði Brasilíu sem er í dag í níunda sæti heimslistans. En hvernig enduðu þessir leikmenn hjá nýliðum Grindvíkinga í vetur?
„Ég spurðist fyrir hjá réttum aðilum hvernig ég gæti náð mér í sterka leikmenn og þá fékk ég nafnið á umboðsmanni sem er með flesta leikmenn Brasilíska landsliðsins á sýnum snærum. Hann var með nokkra leikmenn sem ég skoðaði, að endingu ákvað ég að semja við Thaisu og Rilany þar sem þær höfðu spilað í Svíþjóð og að sjálfsögðu eru þær góðir leikmenn," sagði Róbert Haraldsson, þjálfari Grindavíkur, í viðtali við Fótbolta.net í dag.
Róbert segir að Grindvíkingar stefni á að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum í sumar eftir að hafa fengið góðan liðsstyrk í vetur.
Athugasemdir