Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. apríl 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Draumaliðsdeild Eyjabita - Kristinn Freyr velur sitt lið
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Skráning er í fullum gangi í Draumaliðsdeild Fótbolta.net og Eyjabita. Keppni í Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 30. apríl og hægt er að búa til lið fram að þeim tíma.

Kristinn Freyr Sigurðsson gaf flest stig allra leikmanna í Draumaliðsdeildinni í fyrra og í kjölfarið fékk sænska félagið GIF Sundsvall hann til liðs við sig.

Kristinn tekur því þátt í Draumaliðsdeildinni í ár og hér að neðan má sjá hans lið.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Markið: Stefán Logi verður í rammanum hjá mér. Hann er með öfluga vörn fyrir framan sig og eiga þeir sennilega ekki eftir að fá mörg mörk á sig í sumar.

Vörnin: 3 leikmenn sem elska clean sheet og kroppa í auka stig fyrir fantasy spilara landsins þegar þeir fá að fara fram yfir miðju.

Miðjan: Þetta er svo skemmtileg miðja sem ég stilli upp!
Siggi Lár - Hann er kominn með kærustu sem þýðir 100% fókus innan vallar.
Alexander - Tók við kórónunni í Grindavík eftir að Ásgeir Ingólfs fór til Noregs. Verður allt í öllu í hjá þeim í sumar.
Dion - skemmtilegur spilari sem verður vonandi öflugur fyrir mína menn.
Hallgrímur - Sáu allir hversu góður hann var hjá Víkingum, hann á samt mikið inni sem hann nær vonandi að sýna í sumar.
Haukur Páll - Besti leikmaður deildarinnar! Fólk heldur að hann sé bara leikmaðurinn sem tæklar, rífur kjaft og vinnur skallabolta.
Hann er svo miklu meira en það, sendingar, tækni, leikskilningur og leiðtogi allt uppá 10! Ef hann helst heill og verður í góðu formi á Valur séns á toppbaráttu, annars ekki.

Sóknin:
Kristján Flóki - Springur út í sumar og verður markakóngur.
Tobias - Sagðist ætla að vera markakóngur þannig hann verður það bara líka.

Sjá einnig:
Draumaliðsdeild Eyjabita - Tómas Þór velur sitt lið
Athugasemdir
banner
banner