Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   fim 27. apríl 2017 12:15
Elvar Geir Magnússon
Viðtal
Heimir Guðjóns: Höfum reynt að laga sóknarleikinn
Heimir er feykilega sigursæll.
Heimir er feykilega sigursæll.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Heimir og aðstoðarmaður hans, Ólafur Páll Snorrason.
Heimir og aðstoðarmaður hans, Ólafur Páll Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er ljóst að það verður erfiður róður að verja þennan titil því það eru mörg lið sem gera tilkall og hafa verið að spila mjög vel á undirbúningstímabilinu," segir Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH, í viðtali við Fótbolta.net fyrir komandi tímabil.

Skemmtanagildi FH-liðsins í fyrra var lægra en árin á undan enda sést það vel á því að markaskorun liðsins var mun minni. Deildin í heild var reyndar ansi varnarsinnuð og lið fóru af varfærni inn í leikina.

„Við höfum reynt í vetur að laga sóknarleikinn. Það er ljóst að við verðum að vera beinskeyttari í sumar en við vorum í fyrra. Varnarleikurinn var góður og við verðum að halda honum þannig en bæta sóknarleikinn."

Fótbolti.net spáir FH-ingum sigri enn eitt árið en liðið hefur ekki endað neðar en í öðru sæti frá 2003.

„Það hefur verið ákveðinn stöðugleiki, hjá þeim sem stjórna félaginu og þjálfa liðið. Þú nefnir 2003 og frá þeim tíma hafa bara verið tveir þjálfarar. Það hefur líka verið stöðugleiki í leikmannamálum og það eru enn leikmenn í liðinu sem ég spilaði með og hafa verið undir minni stjórn allan minn þjálfaratíma. Stuðningsmennirnir og allir í kringum liðið sætta sig ekki við neitt annað en toppbaráttuna. Það er ekkert annað í boði og þú verður sem leikmaður hjá liðinu að gera þér grein fyrir því."

Bindum miklar vonir við Crawford
Meðal nýrra leikmanna FH er skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford sem var hjá Rangers. Það sést á þeim fáu leikjum sem hann hefur spilað fyrir FH að þarna fer flottur fótboltamaður.

„Við fengum hann á reynslu og hann tók þátt í fimm æfingum hjá okkur og bætti sig á þeim öllum. Þess vegna ákváðum við að semja við hann. Við bindum miklar vonir við hann, góður fótboltamaður," segir Heimir.

Hinn fjölhæfi Guðmundur Karl Guðmundsson kom frá Fjölni og þá komu Stjörnumennirnir reyndu Halldór Orri Björnsson og Veigar Páll Gunnarsson.

„Guðmundur hefur æft vel í vetur og hann er að komast í betra form en hann hefur verið í á æfinni. Hann á eftir að nýtast okkur vel. Halldór Orri hefur í vetur, eins og lið er oft á undirbúningstímabili, átt góða leiki en dottið niður þess á milli. Hann er góður fótboltamaður og við hjá FH lentum alltaf í bölvuðu basli með hann þegar hann var hjá Stjörnunni. Hann er góður að taka menn á og er með gott markanef og á eftir. Veigar meiddist á Spáni og er nýbyrjaður að æfa aftur. Hann er að komast aftur í gott stand og hann á eftir að nýtast okkur líka. Það vita allir hvað hann kann og getur í fótbolta. Hann getur skorað og átt úrslitasendingar. Mótherjar okkar eiga það til að liggja til baka í Kaplakrika og þá þurfum við að geta opnað varnir andstæðingana," segir Heimir.

Flóki þarf að núllstilla sig núna
Það leynir sér ekki í aðdraganda sumarsins að fólk er að gera miklar væntingar til sóknarmannsins Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Hann er til að mynda vinsælasti leikmaðurinn í draumaliðsdeild Eyjabita.

Heimir segir að þessi 22 ára sóknarmaður, sem er markahæsti leikmaður FH á undirbúningstímabilinu, geti sprungið út í sumar.

„Algjörlega. Flóki hefur staðið sig vel á undirbúningstímabilinu og skorað í flestum leikjum sem hann hefur spilað. Það er eitt að standa sig vel á undirbúningstímabilinu og annað að standa sig í deildinni. Hæfileikarnir eru klárlega til staðar. Hann er öflugur, vinnusamur og með góð hlaup í boxið. Hann þarf bara að núllstilla sig núna og vera klár á sunnudaginn uppi á Skaga. Við fókuserum á þann leik og ekkert annað utanaðkomandi á að trufla okkur," segir Heimir.

Það má búast við hörkubardaga þegar FH mætir ÍA á Akranesvelli á sunnudaginn.

„Akranesliðið er vel skipulagt og hefur fengið góða erlenda leikmenn til sín. Ármann Smári er hættur og Iain Williamson er farinn en það eru ungir og efnilegir leikmenn sem eru árinu eldri og reyndari. Svo hafa þeir Garðar Gunnlaugsson náttúrulega. Þetta er góð blanda."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan en þar tjáir Heimir sig meðal annars um varnarleik FH, Evrópukeppnina og auglýsinguna sem hann lék í fyrir Pepsi-mörkin.

Sjá einnig:
Hlustaðu gegnum Podcast forrit
Athugasemdir
banner