Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 27. apríl 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Jóhann spáir í 1. umferð í Pepsi-deild kvenna
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Jóhann Kristinn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín Ásbjörns skorar þrennu í kvöld samkvæmt spá Jóhanns.
Katrín Ásbjörns skorar þrennu í kvöld samkvæmt spá Jóhanns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keppni í Pepsi-deild kvenna hefst í dag. Mótið fer fyrr af stað en venjulega þar sem gert verður hlé í júlí vegna EM.

Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur þjálfað Þór/KA síðustu fimm tímabil en hann lét af störfum síðastliðið haust þegar hann tók við karlaliði Völsungs.

Jóhann spáir í spilin fyrir fyrstu umferðina í dag.

Þór/KA 2 - 2 Valur (17:45 í dag)
Það verður rafmagnað andrúmsloftið í Boganum í fyrsta leik tímabilsins í Pepsi kvenna. Valur nýbúnar að slá ÞórKA út í undanúrslitum Lengjubikarsins og liðin skiptust á að rassskella hvort annað í fyrra. Yfirleitt engin lognmolla í leikjum þessara tveggja frábæru liða svo ég spái mörkum, baráttu og hasar. Það er teiknað í skýin að Arna Sif jafnar leikinn í blálokin eftir að Anna Rakel og Stephany koma heimastúlkum tvisvar yfir.

Breiðablik 3 - 1 FH (19:15 í dag)
Blikarnir eru sigurstranglegir eins og oft áður og fullar af sjálfstrausti eftir góðan sigur á Stjörnunni í Meistaraleiknum. FH eru hins vegar með spennandi lið og klókan þjálfara og ef maður hefði ekki lesið svona margar meiðslafréttir úr herbúðum þeirra þá hefði maður hallast að jafntefli. Þetta endar þó með öruggum sigri Blika í þetta skiptið.

Haukar 0 - 5 Stjarnan (19:15 í dag)
Kvennalið Stjörnunnar minnir oft á FH í karlaboltanum. Alveg pollrólegar á undirbúningstímabilinu en malla svo í rólegheitunum yfir deildina og enda hlæjandi með enn einn titilinn. Ég hugsa að þær minni á sig strax í fyrsta leik og bjóði nýliðana velkomna í deildina á harkalegan hátt. Vopnabúrið er stórhættulegt í Garðabænum og það eru mörg mörk í þeim þrátt fyrir fjarveru Hörpu. Katrín Ellen Ásbjörns verður með þrennu í leiknum a.m.k.

Fylkir 2 - 4 Grindavík (19:15 í dag)
Miklar breytingar í Árbænum sem taka smá tíma til að smella saman. Grindavík er spennandi lið og virðast hafa gert góða hluti á markaðnum. Það verður gaman að fylgjast með brasilísku leikmönnunum og hvað þær færa liðinu. Segjum að svona frekar óvæntur útisigur nýliðana líti dagsins ljós í Árbænum.

ÍBV 2 - 1 KR (18:00 á morgun)
Bæði þessi lið eiga eftir að taka stig af liðunum sem spáð er í topp 4. Vel mönnuð lið og þrautseig með þjálfara sem kunna þetta allt saman upp á 10. ÍBV hafa oft gert Hásteinsvöll að nánast óvinnandi vígi og vilja fátt meira en að svo verði í sumar. Þær byrja á einum „hard fought“ sigri gegn flottu liði KR. Líklega ræðst þetta bara á lokamínútunum.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Azazo
Athugasemdir
banner
banner