Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   sun 30. apríl 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Hafsteinn Briem: Gætum komið ansi mörgum á óvart
Hafsteinn Briem.
Hafsteinn Briem.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður er fullur tilhlökkunar á að takast á við þetta. Þetta verður ógeðslega gaman," segir Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, en liðið mætir Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar klukkan 17:00 í dag.

„Fjölnismenn eru óskrifað blað eins og við. Þeim hefur gengið rosalega vel síðustu tvö ár og voru nálægt Evrópusæti í fyrra. Þeir eru með sterkt lið og eru búnir að styrkja sig. Fjölnismenn eru alltaf vel skipulagðir. Við þurfum að kafa ofan í það hvernig þeir spila og reyna að finna svör við þeirra leik."

Þrjár vikur eru síðan ÍBV spilaði síðast leik og leikmenn eru spenntir að komast út á völl í dag. „Ég held að það sé ágætt að menn mæti graðir í fyrsta leik og reyni að stjórna spennustiginu á einhvern hátt. Menn eru klárir."

Fótbolti.net spáir ÍBV 9. sæti í sumar en liðið er á þeim slóðum í flestum spám fyrir mót.

„Ég held að við getum komið ansi mörgum á óvart. Við höfum fengið nýja leikmenn og misst leikmenn en ég tel að hópurinn sé sterkari en í fyrra. Fyrstu leikirnir eru gríðarlega mikilvægir. Það eru leikir í byrjun sem við teljum að við getum unnið. Ef við byrjum vel þá held ég að það sé allt í boði fyrir okkur."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner