Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 01. maí 2017 17:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Guðmundur með stórglæsilegt mark fyrir Norrköping
Guðmundur skoraði fallegt mark.
Guðmundur skoraði fallegt mark.
Mynd: Norrköping
Selfyssingurinn Guðmundur Þórarinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Norrköping þegar liðið gerði jafntefli gegn Djurgarden í markaleik í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Guðmundur skrifaði undir þriggja ára samning við Norrköping í febrúar, en í dag kom fyrsta markið.

Hann skoraði þriðja mark Norröping í 3-3 jafntefli gegn Djurgarden. Hann kom Norrköping í 3-2, en Djurgarden jafnaði stuttu síðar.

Markið var stórglæsilegt, en það má sjá í myndbandinu að neðan.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði leikinn á bekknum, en kom svo inn á. Jón Guðni Fjóluson var í byrjunarliðin Norrköping, en hinn efnilegi Alfons Sampsted var allan tímann á varamannabekknum.

Hjörtur Logi Valgarðsson spilaði 90 mínútur í vinstri bakverðinum hjá Örebro í 2-1 tapi gegn Malmö og sóknarmaðurinn Árni Vilhálmsson byrjaði hjá Jönköpings Södra í 1-1 jafntefli gegn Sirius.

Hér að neðan má sjá markið, mælt er með því að horfa á það í fullri stærð.




Athugasemdir
banner
banner