Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 03. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Þetta er þrefalt brot
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, segir það hafa verið þungt högg að horfa aftur á jöfnunarmark Stjörnunnar í sjónvarpi eftir leik liðanna á mánudag.

Daníel Laxdal jafnaði undir lokin en Grindvíkingar vildu bæði fá brot og rangstöðu í aðdraganda marksins.

„Það er þrefalt brot í þessu tilfelli en við fengum ekkert og þeir jöfnuðu. Þannig er staðan," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Í aðdragandanum að aukaspyrnunni er Gunni Þorsteins rifinn niður, svo er rangstaða og þar á eftir er keyrt inn í markvörðinn hjá okkur. Þetta er þrefalt brot."

„Þetta er bara hluti af leiknum og við dveljum ekkert við þetta. Það er bara áfram gakk."

Smelltu hér til að horfa á markið á Vísi

Grindvíkingar hafa lengi verið í leit að varnarmanni og sú leit stendur ennþá yfir.

„Við erum með ákveðna leikmenn í sigtinu og erum að vinna í þessum málum. Það er betra að vanda sig en flýta sér og taka eitthvað sem virkar ekki. Við erum að vanda okkur og skoða þetta vel," sagði Óli.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingi R. á mánudaginn. Andri Rúnar Bjarnason meiddist gegn Stjörnunni og óvíst er með þátttöku hans í næsta leik. Fyrir á meiðslalistanum eru Rodrigo Gomes Mateo, Juan Ortiz Jimenez og Marinó Axel Helgason.

„Við erum með ágætis hóp og fyllum upp í þessi skörð fyrir næsta leik. Rodri er líklega næstur inn og hann er spurningamerki fyrir Víkings leikinn," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner