Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   mið 03. maí 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Óli Stefán: Þetta er þrefalt brot
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, segir það hafa verið þungt högg að horfa aftur á jöfnunarmark Stjörnunnar í sjónvarpi eftir leik liðanna á mánudag.

Daníel Laxdal jafnaði undir lokin en Grindvíkingar vildu bæði fá brot og rangstöðu í aðdraganda marksins.

„Það er þrefalt brot í þessu tilfelli en við fengum ekkert og þeir jöfnuðu. Þannig er staðan," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, við Fótbolta.net í dag.

„Í aðdragandanum að aukaspyrnunni er Gunni Þorsteins rifinn niður, svo er rangstaða og þar á eftir er keyrt inn í markvörðinn hjá okkur. Þetta er þrefalt brot."

„Þetta er bara hluti af leiknum og við dveljum ekkert við þetta. Það er bara áfram gakk."

Smelltu hér til að horfa á markið á Vísi

Grindvíkingar hafa lengi verið í leit að varnarmanni og sú leit stendur ennþá yfir.

„Við erum með ákveðna leikmenn í sigtinu og erum að vinna í þessum málum. Það er betra að vanda sig en flýta sér og taka eitthvað sem virkar ekki. Við erum að vanda okkur og skoða þetta vel," sagði Óli.

Næsti leikur Grindvíkinga er gegn Víkingi R. á mánudaginn. Andri Rúnar Bjarnason meiddist gegn Stjörnunni og óvíst er með þátttöku hans í næsta leik. Fyrir á meiðslalistanum eru Rodrigo Gomes Mateo, Juan Ortiz Jimenez og Marinó Axel Helgason.

„Við erum með ágætis hóp og fyllum upp í þessi skörð fyrir næsta leik. Rodri er líklega næstur inn og hann er spurningamerki fyrir Víkings leikinn," sagði Óli.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.



Athugasemdir
banner
banner