þri 09. maí 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Það komu upp heillandi tilboð frá góðum liðum
Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Andrés Már Jóhannesson fagnar eftir leik á laugardaginn.
Andrés Már Jóhannesson fagnar eftir leik á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Andrés á ferðinni í leiknum á laugardag.
Andrés á ferðinni í leiknum á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
„Frammistaða liðsins var frábær og voru allir að spila gríðarlega vel," segir Andrés Már Jóhannesson, leikmaður fyrstu umferðar í Inkasso-deildinni.

Andrés skoraði eitt mark og var frábær á vinstri kantinum í 3-1 sigri á Þór á laugadaginn.

„Persónulega fannst mér ég hitta á góðan dag og hefði getað gert fleiri mörk," sagði Andrés.

Andrés er fjölhæfur leikmaður en í gegnum tíðina hefur hann spilað í bakverði, á miðjunni og á kanti. Hvernig líkar honum á vinstri kantinum hjá Fylki?

„Mér finnst það skemmtilegt hlutverk og það gefur mér tækifæri á að leggja upp og skora mörk fyrir liðið."

Fylkismönnum er spáð góðu gengi í sumar og margir eru á því að liðið fari beint aftur upp í Pepsi-deildina.

„Við vitum að það verður erfitt verkefni en ég er bjartsýnn á það. Það eru 6-7 lið í þessari deild sem eru svipað góð og við verðum að eiga mjög gott sumar til að fara upp."

Eftir fall Fylkis úr Pepsi-deildinni síðastliðið haust þá var Andrés orðaður við önnur félög í efstu deild.

„Ég var staðráðinn að halda áfram með liðinu eftir að við féllum. Það komu þó upp heillandi tilboð frá góðum liðum sem ég íhugaði en tók fljótlega þá ákvörðun að vera áfram hjá Fylki," sagði Andrés.

Sjá einnig:
Lið 1. umferðar
Athugasemdir
banner
banner
banner