banner
   fös 12. maí 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Eurovision Reynir spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Eurovision Reynir.
Eurovision Reynir.
Mynd: Úr einkasafni
Chelsea tryggir sér titilinn í kvöld samkvæmt spá Reynis.
Chelsea tryggir sér titilinn í kvöld samkvæmt spá Reynis.
Mynd: Getty Images
Liverpool stígur stórt skref í átt að Meistaradeildarsæti samkvæmt spá Reynis.
Liverpool stígur stórt skref í átt að Meistaradeildarsæti samkvæmt spá Reynis.
Mynd: Getty Images
Gummi Ben var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Eurovision fer fram í Úkraínu annað kvöld og því er viðeigandi að Reynir Þór Eggertsson, Eurovision Reynir, spái í leiki helgarinnar á Englandi en þá er lokaumferðin á dagskrá.

Að sjálfsögðu fengum við líka stutta spá frá Reyni fyrir Eurovision á morgun.

„Ítalir eru líklegastir sigurvegarar, en held að ef einhverjir geti veitt þeim einhverja samkeppni séu það Portúgal, Svíþjóð, Eistland, Belgía og Bretland. Vonandi verður það Portúgal sem sigrar, Ítalía í 2. og Bretar í 3. sæti," sagði Reynir um Eurovision.

Everton 2 - 0 Watford (18:45 í kvöld)
Watford hafa misst móðinn og tapa núna aftur fyrir Liverpool-liði. Everton á enn séns á að ná Manchester United og Arsenal, ef allt fer vel. :)

WBA 1 - 3 Chelsea (19:00 í kvöld)
Chelsea ætlar sér að fá bikarinn strax um helgina, nenna ekkert að bíða lengur, hvað þá að gefa Tottenham von um að þeir eigi séns.

Manchester City 1 - 1 Leicester (11:30 á morgun)
City eiga enn möguleika á öðru sætinu en geta líka misst United og jafnvel Arsenal upp fyrir sig, þannig að þeir munu gefa allt í til að tryggja stöðu sína í 3. sæti. Leicester á mest möguleika á að hækka sig um eitt sæti, upp í það 8 en þeir eru samt bara fimm stigum fyrir ofan Crystal Palace í 16. sæti. Þeir munu berjast með kjafti og klóm fyrir sæti inni á topp 10.

Bournemouth 1 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Fullkomið miðjumoð. Bournemouth eru seif, en Burnley vilja tryggja sig algjörlega frá falli. Jóhann Berg skorar.

Middlesbrough 0 - 2 Southampton (14:00 á morgun)
Middlesbrough eru fallnir, en Southampton er að berjast við að halda sér inni á topp 10.

Sunderland 0 - 3 Swansea (14:00 á morgun)
Sunderland eru líka fallnir - kolfallnir - en vilja auðvitað enda á jákvæðum nótum. Swansea ætlar sér ekki að falla. Gylfi skorar.

Stoke City 0 - 2 Arsenal (16:30 á morgun)
Arsenal á þrjá leiki til góða og getur náð 3. sætinu. Stoke er í öruggu sæti og bakkar bara í vörn.

Crystal Palace 3 - 2 Hull (11:00 á sunnudag)
Bæði liðin í bullandi fallbaráttu og munu leggja allt í sölurnar til að haldast uppi. Markaleikur helgarinnar.

West Ham United 1 - 2 Liverpool (13:15 á sunnudag)
West Ham vill gjarnan enda á topp 10 en Liverpool hefur meiri áhuga á topp 3.

Tottenham 2 - 2 Manchester United (15:30 á sunnudag)
Hafi Chelsea gert jafntefli eða tapað fyrir WBA, þá á Tottenham enn séns á sigri í deildinni og þá verður þetta þeirra leikur. Ég á þó fremur von á að þetta verði spennuþrunginn leikur þar sem United reynir að styrkja stöðuna í kappinu um öruggt Meistaradeildarsæti. Hafi Liverpool unnið West Ham eru þeir með 73 stig og einn leik eftir, en United getur náð 74 stigum með þremur sigrum. Læt púlarahjartað ráða og skelli jafntefli á leikinn.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Gummi Ben (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Bogi Ágústsson (5 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Fannar Ólafsson (4 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Siggi Hlö (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (3 réttir)
Sveppi (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir)
Böddi löpp (3 réttir)
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner