Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. maí 2017 13:30
Arnar Daði Arnarsson
Eiður Ben spáir í 4. umferð í Pepsi-deild kvenna
Eiður Benedikt spáir í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Eiður Benedikt spáir í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Skorarar Rut gegn Grindavík?
Skorarar Rut gegn Grindavík?
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Eiður Ben spáir því að Guðrún Karítas jafni fyrir KR gegn FH.
Eiður Ben spáir því að Guðrún Karítas jafni fyrir KR gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld hefst 4. umferð Pepsi-deildar kvenna með þremur leikjum. Umferðin lýkur síðan á morgun með tveimur leikjum, þar á meðal stórleik Vals og Stjörnunnar á Valsvellinum.

Eiður Benedikt Eiríksson sem þjálfaði Fylki í Pepsi-deild kvenna í fyrra spáir í spilin fyrir fjórðu umferðina í dag.

FH 1 - 1 KR (í kvöld 18:00)
Fyrsta stig KR staðreynd og Edda Garðars mun henda í létt prakkarabros í viðtali og segist vera kominn með nýjan leikmann. Guðný mun koma FH yfir með skallamarki. Guðrún Karítas poppar upp á 85 mínútu og jafnar leikinn.

Þór/KA 4 - 0 Haukar (í kvöld 18:00)
Því miður fyrir minn mann Kjartan Stef eru Íslandsmeistaraefnin í Þór/KA bara sterkasta lið landsins í dag og Þórsvöllur erfiðasti útivöllurinn. Kjartan mun samt sem áður hlusta loksins á mig og spilar 4-4-2 og verða mikil batamerki á liðinu, sérstaklega með Kolbrúnu nýjan leikmann í vörninni. Þór/KA er bara of stór biti fyrir þær rauðklæddu. Sandra Mayor, Margrét Árna, Hulda Ósk og Lillý með mörkin og Brylla Lára með hreint lak.

Breiðablik 3 - 1 Fylkir (í kvöld 19:15)
Næstu tveir leikir verða erfiðir fyrir Fylkisliðið því að leikjaprógrammið er í erfiðari kantinum. Blikaliðið er búið að læra af síðasta ári og mun klára alla leiki sem þær "eiga" fyrirfram að sigra. Berglind, Fanndís og Andrea Rán með mörkin fyrir Blika, Fylkir minnkar muninn í lokin úr víti, Hulda Sig stígur líklegast á punktinn.

Grindavík 0 - 2 ÍBV (á þriðjudag 17:15)
ÍBV er komið af stað og stimplir sig aðeins inní baráttuna með sigri. Kristín Erna skorar fyrsta markið og stoðsendingin kemur frá Rut Kristjáns. Síðan kemur seinna markið úr nokkuð óvæntri átt. Clara Sigurðardóttir mun skora sitt fyrsta mark í meistaraflokki.

Valur 2 - 2 Stjarnan (á þriðjudag 19:15)
Vals liðið þjappar sér saman eftir síðasta leik og eiga góðan fyrri hálfleik, Elín Metta mun skora snemma, staðan verður 1-0 í hálfleik. Á 55 mín mun Lára löpp setja eitt drauma mark frá 40 metrunum, Lára rekur augun í að Sandra stendur alltof framarlega í markinu og lætur vaða. Málfríður Erna skorar eftir fast leikatriði og kemur Val í forustu. En á 80 mín mun heiðarlegasti leikmaður deildarinnar Birna Jóhannsdóttir koma inná, fiskar víti eftir að hafa verið inná vellinum í tvær mínútur. Katrín Ásbjörns stígur á punktinn og skorar örugglega. Lokamínúturnar verða rosalegar, sé ekki at the moment hvort sigurmark muni koma, en ég held að bæði lið sætti sig við eitt stig í leiknum.

Fyrri spámenn:
Hallbera Guðný Gísladóttir (4 réttir)
Jón Páll Pálmason (4 réttir)
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner