Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 17. maí 2017 17:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 4. umferð: Vissum hvar þeirra veikleikar lægju
Best í 4. umferð - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Agla María fagnar marki sínu gegn Val.
Agla María fagnar marki sínu gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er fyrsti heili leikurinn minn í deildinni og mjög gaman og mikilvægt að vinna að Valsara," sagði Agla María Albertsdóttir leikmaður Stjörnunnar við Fótbolta.net um 3-1 sigur Stjörnunnar á Val.

Agla María er leikmaður 4. umferðar í Pepsi-deildinni en hún átti frábæran leik gegn Val. Agla María skoraði eitt og lagði upp annað í 3-1 sigri.

„Ég var mjög ánægð með hvað við byrjuðum leikinn strax af krafti og skoruðum fljótt gott mark. Við vorum mjög þéttar í vörninni og lokuðum á sóknir þeirra. Við unnum flesta 50/50 bolta á miðjunni og komum honum fljótt upp völlinn sem var lykillinn að sigrinum," sagði Agla María sem lagði upp fyrsta markið fyrir Sigrúni Ellu eftir einungis fimm mínútna leik.

„Við vissum hvar þeirra veikleikar lægju og það sem við lögðum upp með fyrir leik gekk fullkomlega upp," sagði Agla María sem hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi móts.

„Mótið hjá mér byrjaði ekki alveg eins og ég vildi en ég meiddist aðeins snemma í leiknum gegn Haukum í fyrsta leik."

„Þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig í gær. Það er alltaf gaman að vinna liðin sem eru í efri hluta deildarinnar og hvað þá Val. Við höldum áfram ótrauðar í stigasöfnunninni og næst er það hörkuleikur gegn Grindavík heima," sagði hin unga og efnilega Stjörnumær sem er ánægð með spilamennsku liðsins í upphafi móts.

„Við höfum náð að spila okkur vel saman í upphafi móts og erum að ná góðum takti í liðið. Þetta á síðan bara eftir að verða betra og betra eftir því sem það líður á sumarið."

„Deildin hefur farið af stað eins og maður gat búist við. Liðin eru að taka stig frá hvort öðru. Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og það er ekkert gefins," sagði Agla María aðspurð út í byrjun mótsins.

Lokahópurinn fyrir EM í Hollandi sem fram fer í júlí verður kynntur á næstu viku. Agla María lék í apríl sína fyrstu A-landsliðsleiki og vonast að sjálfsögðu til þess að komast á EM.

„Það væri mjög gaman að vera valin en aðalfókusinn er að gera vel með Stjörnunni, hitt kemur síðan bara ef það kemur," sagði leikmaður 4. umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna að lokum.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

SJá einnig:
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner