Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 18. maí 2017 09:17
Magnús Már Einarsson
Gylfi vill ekki fara frá Swansea
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson segist ekki vera að reyna að komast í burtu frá Swansea.

Gylfi var valinn leikmaður tímabilsins hjá bæði stuðningsmönnum og leikmönnum Swansea á lokahófi félagsins í gærkvöldi en hann átti stóran þátt í að tryggja sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Undanfarnar vikur hefur Gylfi meðal annars verið orðaður við Everton, West Ham, Leicester og Southampton.

„Ég skrifaði undir nýjan samning síðastliðið sumar og ég á þrjú ár eftir af honum. Þetta veltur á félaginu, hvort það vilji selja mig," sagði Gylfi.

„Ég er ekki að reyna að fara og ég vil ekki fara. Ég er mjög ánægður hér," sagði Gylfi sem segir auðvelt að hugsa ekki um sögusagnirnar.

„Það hefur verið auðvelt síðustu mánuðina því að við höfum verið í mjög alvarlegri stöðu í deildinni og það hefur verið auðvelt að einbeita sér að því."

„Ég held að þetta verði þannig áfram því ef eitthvað gerist þá gerist það."

„Ég vill ekki fara eða eitthvað slíkt. Ég er mjög rólegur og er ekki að einbeita mér að því sem fólk er að skrifa."

Athugasemdir
banner