Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. maí 2017 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 5. umferð: Týndi gleðinni í boltanum eftir að tönnin fór
Best í 5. umferð - Rut Kristjánsdóttir (ÍBV)
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Ég var sátt með minn leik og mitt hlutverk inná vellinum. Þjálfarateymið í Eyjum er frábært og ég fæ gott feedback á frammistöðu mína eftir leiki og legg mig fram við að bæta það sem þarf að bæta.," sagði Rut Kristjánsdóttir leikmaður ÍBV við Fótbolta.net um sína frammistöðu í 1-0 sigri gegn FH.

Rut er leikmaður 5. umferðar í Pepsi-deildinni en hún átti frábæran leik gegn FH. Rut stjórnaði miðsvæðinu eins og höfðingi í 1-0 sigri gegn FH á heimavelli.

Tvær í sjúkrabíl eftir leik
„Frábær liðsheild og mikil barátta skóp sigurinn. FH stelpurnar eru ótrúlega sprækar og þetta var mikill baráttu leikur, sem sýndi sig kannski í því að sjúkrabíll sótti tvær í lok leiks," sagði Rut sem sendir batakveðjur á fyrirliða FH, Höllu Marinósdóttir sem ökklabrotnaði í leiknum.

„Það er leiðinlegt að heyra með meiðslin hjá Höllu. Ég ætla að nýta tækifærið og óska Höllu Marinós góðs og skjóts bata, bekkurinn í FH er heppinn að fá að njóta góðs af bröndurunum hennar á meðan hún jafnar sig. Við hefðum samt átt að vera búnar að gera fyrr út um leikinn miðað við færin sem við fengum en 1-0 sigrarnir eru alltaf skemmtilegir."

Dýrkar Eyjuna
„Svo dýrka ég Eyjuna, liðið og allt fólkið hérna og það er þannig að þegar manni líður vel þá spilar maður vel. Reyndar líka þegar maður lítur vel út og ég er búin að æfa vel svo þetta helst allt í hendur," sagði Rut en ÍBV er komið með 10 stig eftir fimm umferðir.

„Í jafn óútreiknanlegri deild þar sem öll lið geta strítt hvor öðru eru tíu stig bara flott. Við erum að bæta okkar leik og verða sterkari og grimmari með hverri vikunni sem líður svo við höldum ótrauðar áfram í að safna stigum í pokann og njóta þess að spila fótbolta," sagði Rut sem hefur verið ánægð með varnarleikinn hjá ÍBV í sumar. Eyjaliðið hefur haldið hreinu í þremur leikjum á tímabilinu.

„Það eru allar tilbúnar að berjast fyrir hvor aðra inná vellinum, frá fremsta til aftasta manns. Á meðan við höldum þéttleikanum áfram þá þurfum við bara eitt mark til þess að taka þrjú stig."

Jeffsý sá þolinmóðasti
Rut gekk til liðs við ÍBV fyrir tímabilið frá uppeldisfélaginu, Fylki.

„Ég týndi aðeins gleðinni í boltanum síðasta sumar þegar tönnin flaug úr og þar með hálft tímabilið alveg off hjá mér. Jeffsy (Þjálfari ÍBV) var í raun sá þjálfari sem var hvað þolinmóðastur við mig og gafst ekki upp á mér. Hann hitti svo á góðan dag til þess að heyra í mér í lok janúar þar sem ég ákvað að slá til og prufa spila með liðinu. Ég fékk svo tækifæri til þess að æfa með liðum í bænum til þess að koma mér af stað og finna gleðina í þessu og þá small þetta," sagði sú Rut aðspurð út í aðdraganda þess að hún hafi farið í ÍBV.

ÍBV mætir toppliði Þórs/KA í næstu umferð. „Þór/KA stelpurnar eru búnar að standa sig vel. Við förum í ferðalag norður fullar sjálfstrausts og tilbúnar að gefa þeim hörku leik, það er alveg pottþétt," sagði leikmaður 5. umferðar að lokum við Fótbolta.net.

Domino's gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna í sumar fær pizzuveislu frá Domino's.

„Double cheese og pepperoní er lífið," sagði Rut Kristjánsdóttir aðspurð um það hvað hún myndi fá sér á Domino´s.

SJá einnig:
Leikmaður 4. umferðar - Agla María Albertsdóttir (Stjarnan)
Leikmaður 3. umferðar - Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 2. umferðar - Sandra Mayor Gutierrez (Þór/KA)
Leikmaður 1. umferðar - Katrín Ásbjörnsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner