Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   mið 09. mars 2005 15:49
Magnús Már Einarsson
Bannað að grínast á æfingum
Mynd: Magnús Már Einarsson
Jim Duffy stjóri Dundee er allt annað en sáttur eftir tap sinna manna gegn botnliði Livingston í skoska boltanum síðastliðinn laugardag en Dundee sem er í tíunda sæti er nú komið í verulega fallhættu.

Duffy hefur ákveðið að banna leikmönnum sínum að grínast á næstunni því þeir eru ekki að vinna fyrir laununum sínum að hans mati.

,,Næstu daga verður enginn hlátur eða brandarar, bara mikil vinna. Ég er jafnvel ennþá reiðari núna en ég var eftir leikinn og ég var ekki ánægður þá. Í hreinskilni sagt þá unnu þeir ekki fyrir kaupinu sínu á laugardaginn (Gegn Livingston) og það er óásættanlegt" sagði Duffy meðal annars í ekkert allt of góðu skapi.

Spurningin er svo hvort að þessi aðferð Duffy virkar en það kemur í ljós á sunnudaginn þegar að Dundee fær topplið Glasgow Rangers í heimsókn.
Athugasemdir
banner