Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
Davíð Smári: Menn labba ekki nægilega gíraðir inn í seinni hálfleikinn
Heimir: FH liðið er besta liðið í deildinni í að koma til baka
Andri Rúnar: Eftir jöfnunarmarkið vöknum við ekki aftur til lífsins
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
   þri 06. júní 2017 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Bergmann: Rosalega gaman að vera hérna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta verður erfiður leikur, en við erum klárir í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, aðspurður út í stórleikinn gegn Króatíu á sunnudag.

Björn hefur verið að koma meira og meira inn í íslenska liðið að undanförnu. Hann skoraði gegn Kosóvó í mars.

„Þetta er búið að vera rosalega gaman og það er gaman að fólki finnist manni vera að standa sig vel og þetta er spennandi."

Björn hefur verið að spila vel í Noregi með liði sínu Molde.

„Persónulega jú, bara mjög vel," sagði Björn þegar hann var spurður að því hvort hann væri ánægður með sitt tímabil persónulega. „Liðið er svona upp og niður þannig að við erum að reyna að finna stöðugleika."

Björn tók sér frí í landsliðinu í nokkur ár, en nú er hann eins og áður segir kominn til baka. Hann er búinn að spila síðustu leiki og hefur verið að standa sig mjög vel.

„Það var algjörlega kominn tími á það (að byrja aftur) og svo sér maður hvað þetta er frábært, ég get ekki sagt það að ég sjái eftir því að hafa ekki verið með, en það er bara rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn hress.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner