Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   þri 06. júní 2017 13:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Björn Bergmann: Rosalega gaman að vera hérna
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Þetta verður erfiður leikur, en við erum klárir í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður íslenska landsliðsins, aðspurður út í stórleikinn gegn Króatíu á sunnudag.

Björn hefur verið að koma meira og meira inn í íslenska liðið að undanförnu. Hann skoraði gegn Kosóvó í mars.

„Þetta er búið að vera rosalega gaman og það er gaman að fólki finnist manni vera að standa sig vel og þetta er spennandi."

Björn hefur verið að spila vel í Noregi með liði sínu Molde.

„Persónulega jú, bara mjög vel," sagði Björn þegar hann var spurður að því hvort hann væri ánægður með sitt tímabil persónulega. „Liðið er svona upp og niður þannig að við erum að reyna að finna stöðugleika."

Björn tók sér frí í landsliðinu í nokkur ár, en nú er hann eins og áður segir kominn til baka. Hann er búinn að spila síðustu leiki og hefur verið að standa sig mjög vel.

„Það var algjörlega kominn tími á það (að byrja aftur) og svo sér maður hvað þetta er frábært, ég get ekki sagt það að ég sjái eftir því að hafa ekki verið með, en það er bara rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn hress.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner