Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. júní 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Örugglega minn besti leikur
Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Ísak Óli Ólafsson.
Ísak Óli Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn 16 ára gamli Ísak Óli Ólafsson átti stórleik í vörn Keflavíkur í 3-0 sigri á Haukum í 6. umferð Inkasso-deildarinnar. Ísak kórónaði leik sinn með marki en hann er leikmaður umferðarinnar í deildinni.

„Minn meistaraflokksferill er nýbyrjaður svo ég tel að þetta hafi örugglega verði minn besti leikur," sagði Ísak við Fótbolta.net.

„Ég var mjög ánægður með minn leik og það er gaman að geta hjálpað liðinu. Ég er mjög ánægður með leik liðsins. Við fórum bara eftir því sem þjálfarinn setti upp og mér fannst við vera með öll völd á leiknum."

Ísak hefur spilað vel með Keflavík í sumar

„Ég hef spilað mest á miðjunni í sumar og mér líður mjög vel þar. Mér líður líka mjög vel í miðverðinum en ég leysi bara þá stöðu sem þjálfarinn setur mig í," sagði Ísak en kom það honum á óvart að fá sénsinn í Keflavíkur liðinu í sumar svo ungur að árum?

„Það kom mér á óvart og ekki. Ég spilaði nánast alla leikina á undirbúningstímabilinu og ég er með reynslubolta með mér í liði sem ég læri mikið af og þeir hjálpa mér inni á vellinum."

Keflvíkingum var spáð toppsætinu fyrir mót en þeir eru með níu stig eftir sex umferðir í 5. sæti deildarinnar.

„Sumarið hefur byrjað ágætlega en við höfum átt helling inni. Við sýndum hvað við gátum á móti Haukum og við þurfum bara að halda dampi," sagði Ísak en er hann bjartsýnn á að Keflvíkingar komist upp í Pepsi-deildina?

„Við tökum bara einn leik í einu og sjáum til, en auðvitað hef èg bullandi trú á mínu liði," sagði þessi efnilegi leikmaður að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Athugasemdir
banner