Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 14. júní 2017 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Hörður Björgvin spáir í 7. umferð Pepsi-deildarinnar
Hörður Björgvin Magnússon spáir í spilin í dag
Hörður Björgvin Magnússon spáir í spilin í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóli Hólm var aðeins með tvo rétta þegar hann spáði fyrir um úrslit í 5. umferð Pepsi-deildar karla.

Hörður Björgvin Magnússon spáir fyrir 7. umferð deildarinnar en eins og flestum ætti að vera kunnugt þá skoraði hann sigurmarkið gegn Króatíu á sunnudag.

Það var annað landsliðsmark hans í röð en hann spáir nú í spilin fyrir sjöundu umferðina í Pepsi -deildinni.

KA 3 - 1 ÍA (19.15 í dag)
KA er búið að finna taktinn aftur á meðan mínir menn uppi á Skaga eru í basli. Emil Lyng skorar pottþétt fyrir heimamenn og Ásgeir Sigurgeirs.

Breiðablik 1 - 2 Valur (19.15 í dag)
Blikarnir hafa verið sterkir í síðustu leikjum en mæta ofjörlum sínum í dag. Þetta Valslið er of sterkt. Hef ekki hugmynd hver skorar þessi mörk.

Grindavík 2 - 3 FH (20.00 í dag)
Eins og ég er búinn að dýrka þetta Grindavíkurlið þá mun FH finna veikleika þeirra í dag og vinna þetta. Atli Guðna verður atkvæðamikill og reyndar líka Andri Rúnar hinum megin.

ÍBV 0 - 2 KR (18.00 á morgun)
Eyjamenn geta oft verið óútreiknanlegir en ekki í þessum leik. Willum stýrir þægilegum sigri í hús fyrir KR.

Fjölnir 1 - 0 Víkingur Ó. (19.15 á morgun)
Baráttusigur Fjölnismanna. Þeir byrja að sækja stig núna og auðvitað skorar Þórir Guðjónsson markið. Þarf lítið að spyrja að því.

Stjarnan 2 - 0 Víkingur R. (20.00 á morgun)
Öruggt hjá Stjörnunni. Sóknarlega eru þeir yfirburðar og það sýnir sig í dag. Mjög easy.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner