banner
   mán 19. júní 2017 17:42
Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur hættur með Fram (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Fram en félagið tilkynnti þetta rétt í þessu.

Ekkert kemur fram um ástæður þess að Ásmundur hættir með liðið nema að samkomulag hafi verið milli hans og stjórnar knattspyrnudeildar um starfslok. Ekkert kemur heldur fram um hver tekur við liðinu.

Fram hefur gengið vel í sumar og er í 5. sæti Inkasso deildarinnar með 11 stig, fimm stigum frá toppsætinu. Liðið á heimaleik gegn Gróttu á fimmtudagskvöldið. Það hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni.

Tilkynning Fram
Stjórn knattspyrnudeildar Fram og Ásmundur Arnarsson þjálfari meistaraflokks karla, hafa komist að samkomulagi um starfslok Ásmundar.

Stjórn deildarinnar þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Fram
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner