Rodrygo orðaður við Arsenal - Wirtz velur milli Bayern og Liverpool - Barcelona vill Díaz
   mán 19. júní 2017 22:35
Hafliði Breiðfjörð
Guðjón Árni tekur við Víði Garði (Staðfest)
Við undirskrift samningsins í dag. Sólmundur Ingi Einvarðsson formaður , Guðjón Árni Antoníusson þjálfari Víðis, Jón Oddur Sigurðsson varaformaður.
Við undirskrift samningsins í dag. Sólmundur Ingi Einvarðsson formaður , Guðjón Árni Antoníusson þjálfari Víðis, Jón Oddur Sigurðsson varaformaður.
Mynd: Víðir
Guðjón Árni Antoníusson hefur verið ráðinn þjálfari Víðis Garði en hann tekur við liðinu af Bryngeiri Torfasyni sem var rekinn frá félaginu á dögunum.

Guðjón Árni þurfti að leggja skóna á hilluna í vetur af heilsufarsástæðumeftir að hafa fengið nokkur höfuðhögg.

Hann tekur við Víði Garði út yfirstandandi tímabil en Víðir er í fjórða sæti 2. deildar karla.

Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum og byrjaði sinn meistaraflokksferil með Víðir árið 2000. Guðjón lagði skónna á hilluna í vetur og hefur verið í þjálfaraliði Keflavíkur síðan ásamt því að þjálfa 2.flokk karla Keflavíkur.

Guðjón er menntaður Íþróttafræðingur við Háskólann í Reykjavík og starfar sem íþróttakennari við Myllubakkaskóla í Keflavík.

Guðjón Árni á yfir 240 leiki í efstu deild með Keflavík og FH. Guðjón varð Íslandsmeistari 2012 með FH og tvisvar orðið bikarmeistari með Keflavík 2004 og 2006. Guðjón spilaði sem fyrirliði fyrir bæði liðin.
Athugasemdir
banner