Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 03. júlí 2017 12:59
Elvar Geir Magnússon
Hipólito tekinn við Fram (Staðfest) - Aðstoðarmaður Mourinho gaf meðmæli
Rui Faria gaf Hipólito meðmæli.
Rui Faria gaf Hipólito meðmæli.
Mynd: Getty Images
„Við væntum mikils af Hipólito, enda fær hann afar góð meðmæli, til dæmis frá Rui Faria, aðstoðarþjálfara José Mourinho hjá Manchester United, sem sagði við okkur að hann væri einn efnilegasti þjálfari Portúgals og miklar vonir væru bundnar við hann. Það verður því spennandi að sjá handbragð hans á afar efnilegu liði Fram," segir Hermann Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar Fram um nýjan þjálfara liðsins.

Portúgalinn Pedro Hipólito hefur verið staðfestur sem nýr þjálfari Fram en hann og Faria þekkjast vel. Faria hefur verið aðstoðarmaður Jose Mourinho hjá fjölmörgum félögum.

Ólafur Brynjólfsson verður aðstoðarmaður Pedro og mun vinna náið með honum til að hjálpa honum að komast inn í íslenska boltann. Ólafur hefur stýrt Fram í síðustu tveimur leikjum en hann tók tímabundið við þegar Ásmundur Arnarsson var rekinn.

Fram kemur á heimasíðu Fram að Hipólito hafi hlotið sérstakt hrós fyrir „maður á mann“ þjálfunaraðferðir sínar og að hann vilji láta lið sín spila skemmtilegan fótbolta.

Pedro gerði samning við Fram út tímabilið með möguleika á framlengingu ef báðir aðilar verða sáttir.

Fram er í fjórða sæti Inkasso-deildarinnar, fjórum stigum frá öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner