Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
   mið 05. júlí 2017 15:05
Magnús Már Einarsson
Gríðarleg meiðsli hjá Grindvíkingum - Tveir líklega frá út tímabilið
Andri Rúnar er tæpur fyrir leikinn gegn KA.
Andri Rúnar er tæpur fyrir leikinn gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Hákon Ívar verður líklega frá út tímabilið.
Hákon Ívar verður líklega frá út tímabilið.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Mikil meiðsli herja á Grindvíkinga fyrir leik liðsins gegn KA í Pepsi-deildinni á sunnudag. Hákon Ívar Ólafsson meiddist á hné í síðasta leik gegn Breiðabliki. Hákon verður frá í þrjá mánuði og því er tímabilið líklega búið hjá honum.

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Rodrigo Gomes Mateo hefur ekkert komið við sögu hjá Grindavík í sumar og möguleiki er á að hann verði ekkert með. Rodrigo verður frá í 8-12 vikur til viðbótar en hann er nú á Spáni í endurhæfingu.

Landi hans Juanma Ortiz er einnig meiddur og verður áfram frá keppni næstu vikurnar.

Andri Rúnar Bjarnason, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, fór meiddur af velli gegn Breiðabliki í síðustu umferð og hann er tæpur fyrir leikinn gegn KA sem og Will Daniels.

Milos Zeravica var ekki með gegn Breiðabliki en hann mætir á æfingu í kvöld á nýjan leik.

Kristijan Jajalo, markvörður Grindvíkinga, hefur verið að glíma ið meiðsli sem og markverðirnir Maciej Majewski og Anton Helgi Jóhannsson. Þeir hafa allir verið fjarverandi á æfingum í vikunni.

Björn Berg Bryde og Sam Hewson verða síðan báðir í leikbanni í leiknum gegn KA á sunnudag.

Óli Stefán segir að hann leiti nú að liðsstyrk til að bæta við hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí.

„Við erum að skoða á fullu en það er ekkert komið í ljós," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net í dag.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner