Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 07. júlí 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Kjartan Atli spáir í 10. umferð Pepsi-deildarinnar
Kjartan Atli Kjartansson.
Kjartan Atli Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Egill Ploder úr Áttunni fékk þrjá rétta þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi-deild karla.

Kjartan Atli Kjartansson, íþróttafréttamaður og útvarpsmaður hjá 365, spáir í leikina sem eru framundan um helgina.

FH 2 - 0 Víkingur Ó. (19:15 í kvöld)
Setjum 2-0 á FH. Kristján Flóki og Lennon skora, sjóðandi báðir. FH fer á toppinn með sigri og Hafnfirðingar verða kampakátir.

Grindavík 1 - 2 KA (17:00 á sunnudag)
Akureyringar sækja stig í Grindavík. Meiðslin setja strik í reikninginn hjá Grindjánum í baráttu gulu nýliðanna. Ásgeir Sigurgeirsson skorar bæði mörkin, en þess má geta að hann er frændi Hjörvars Hafliðasonar (eins og Bjarni Ben).

ÍBV 1 - 3 Breiðablik (17:00 á sunnudag)
Markaleikur á Hásteinsvelli, ekki spurning. Milos peppar sína menn vel upp, enda þurfa Blikar nauðsynlega á sigri að halda.

Valur 2 - 2 Stjarnan (20:00 á sunnudag)
Bæði lið verða nokkuð lúin eftir Europa League undankeppnina í vikunni. Stjörnumenn þurfa einfaldlega að fara að girða sig örlítið og munu mæta ferskir til leiks. En Valsmenn eru frábærir á heimavelli og skora tvö mörk. Stjarnan er þó eina liðið sem hefur unnið Val á Hlíðarendavelli í sumar, kannski mun það skila einhverju. Ég tel þó líklegast að um jafntefli verði að ræða.

KR 1 - 0 Fjölnir (19:15 á mánudag)
KR tekur vinnusigur á heimavelli, eftir frábæran útileik gegn sJK í Evrópudeildinni. Fjölnismenn halda áfram að ströggla. Willum gerir töfraskiptingu, Gaddi Jó kemur inn og skorar undir lokin með skalla. Bókað.

ÍA 2 - 1 Víkingur R. (20:00 á mánudag)
Logi Ólafsson tapar á gamla heimavellinum. ÞÞÞ skorar bæði mörk ÍA í þessum leik, verið flottur í sumar. Skagamenn mæta grimmir til leiks.​

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner