Niðurtalningin - Tveir vendipunktar síðasta sumar
Niðurtalningin - Eitthvað nýtt og miklu stærra
Aldrei heim - Horfum ekki á E-riðilinn á EM
Niðurtalningin - Hverfisstrákarnir úr Árbænum
Aldrei heim - Kjartan Henry fékk góða gjöf frá Úkraínumanni
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Niðurtalningin - Sama uppskrift og í fyrra
Aldrei heim - Landsliðið komið til Póllands
Útvarpsþátturinn - Jói Kalli, Bjarki Már og Elvar Geir um landsliðið
Beint frá Búdapest - Hetjan sem mátti ekki tala
Beint frá Búdapest - Áfall að morgni leikdags
Viktor Unnar: Fann strax að þetta er eitthvað sem á við mig
Aron Jó: Cole Campbell tekur sínar eigin ákvarðanir
Hugarburðarbolti Þáttur 8
Beint frá Búdapest - Skiptar skoðanir á ákvörðuninni um Albert
Hákon Rafn - Umspilið og leiðin til Brentford
Enski boltinn - Töfrar í bikarnum
Útvarpsþátturinn - Landsliðsvalið fyrir bardagann í Búdapest
Hugarburðarbolti Þáttur 7
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
   lau 08. júlí 2017 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Aron: Fínt að prófa að búa í bænum einu sinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur komið sterkur inn í lið Vals síðan hann kom frá þýska liðinu Holstein Kiel í maí.

Hann hefur byrjað undanfarna leiki og spilað virkilega vel.

„Þetta hefur verið skemmtilegt. Það er búið að ganga vel og það eru allir sáttir," sagði Eiður Aron þegar heyrt var í honum í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu.

Það gengur ansi vel hjá Valsmönnum þessa stundina. Þeir eru komnir áfram í Evrópukeppni og eru á toppnum í deildinni.

„Flest lið sem ætla sér að gera eitthvað í þessari deild stefna á Evrópusæti, öll vinnan frá tímabilinu í fyrra það er að spila þessa leiki. Það er algjör bónus að komast áfram og fá tvö aukaleiki."

Hvernig stóð það til að Eiður Aron fór í Val?

„Þeir höfðu samband frekar snemma í ár og ég var búinn að ákveða það að ég ætlaði að koma heim. Ég var nálægt því að skrifa undir samning við þá 2014 og þegar þeir höfðu samband þá var ekkert annað sem kom til greina fannst mér."

ÍBV er uppeldisfélag Eiðs, en þeir sýndu honum lítinn áhuga. Hann segist skilja það vel.

„Ég skil það vel, það er ekki forgangsatriði hjá þeim að næla sér í hafsent, þeir eru með nóg af varnarmönnum. Reyndar eru þeir óheppnir að missa menn í fótbrot og meiðsli."

„Það er bara eins og það er, ég er leikmaður Vals."

Valur er á toppnum í deildinni og þeir geta komið sér í frekar álitlega stöðu með sigri á Stjörnunni annað kvöld. Hvernig líst Eiði á leikinn sem er framundan, gegn góðu lið Stjörnunnar?

„Þeir eru hrikalega öflugir í föstum leikaatriðum, með góða sóknarmenn, bara gott sóknarlið. Við þurfum að verjast sem ein heild, spila okkar fótbolta og þá tökum við þrjú stig."

„Fínt að prófa að búa í bænum einu sinni"

Eiður segir það gott að vera kominn heim.

„Ég er mjög ánægður, það hefur gengið persónulega mjög vel hjá mér og liðinu líka. Það er fínt að prófa að búa í bænum einu sinni," sagði Eiður léttur.

„Við erum öll ánægð hérna."
Athugasemdir
banner
banner
banner