Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, var að vonum gríðarlega ánægður eftir 2-1 sigur á KA í Pepsi-deildinni í dag.
Óli hefur gjarnan talað um það að 22 stig muni bjarga liðinu frá falli. Grindavík er eftir tíu leiki á toppi deildarinnar með 21 stig, en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að setja önnur markmið strax.
Óli hefur gjarnan talað um það að 22 stig muni bjarga liðinu frá falli. Grindavík er eftir tíu leiki á toppi deildarinnar með 21 stig, en hann ætlar þrátt fyrir það ekki að setja önnur markmið strax.
Lestu um leikinn: Grindavík 2 - 1 KA
„Fyrsta markmið er ekki komið," sagði Óli. „Við einbeitum okkur á það, en núna breyttum við örlítið markmiðunum, við ætlum að fókusa á að reyna að ná þeim í fyrri umferð."
„Þessi tafla skiptir mig svo ofboðslega litlu máli núna, ég spái ekki einu sinni í þetta."
Óli Stefán er gríðarlega ánægður með hópinn hjá sér.
„Það er gríðarlegur karakter í þessu liði. Þegar ég var að setja þennan leik upp fyrr í vikunni, þá setti ég þetta svona upp fyrir þá, það eru vandræði, við reynum okkar besta, það lið sem fer inn á völlinn er besta liðið sem við bjóðum upp á, það gefur allt í þetta eins og þeir gerðu og mér hlakkaði ofboðslega til, það var ekki til kvíði fyrir þessum leik!" sagði hann.
Það var stuð í stúkunni í Grindavík í dag.
„Þetta er að koma. Ég er þakklátur þessu fólki sem er til í að taka þátt í þessu með okkur. Við þurfum mikið á þessu að halda."
Viðtalið má í sjónvarpinu hér að ofan, en þar ræðir Óli Stefán m.a. um félagsskiptagluggann sem er framundan.
Athugasemdir