Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 10. júlí 2017 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Þurfti ekki mikið til að selja mér þetta
Bjarni Gunnarsson (HK)
Bjarni (til hægri) í leik með HK.
Bjarni (til hægri) í leik með HK.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Bjarni í leik með ÍBV.
Bjarni í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Gunnarsson, framherji HK, er leikmaður umferðarinnar í Inkasso-deildinni. Bjarni skoraði bæði mörk HK í 2-0 sigri á Gróttu á fimmtudag. Bjarni segir að þetta hafi verið besti leikur sinn í sumar.

„Já klárlega. Ég hef átt nokkra ágæta leiki að mínu mati í sumar en fyrir framherja þá eru það mörkin sem telja," sagði Bjarni við Fótbolta.net í dag.

Bjarni var svekktur að ná ekki að klára þrennuna í seinni hálfleiknum. „Það var að sjalfsögðu svekkjandi þar sem ég fékk ágætis tækifæri til þess að ná henni en því miður var það stöngin út, aftur á móti voru þessi tvö mörk mjög kærkomin."

HK fjarlægðist fallbaráttuna með sigrinum en liðið er nú fimm stigum frá fallsvæðinu.

„Þetta var eins mikilvægt og það gerist, erum búnir að slíta okkur ágætlega frá henni í bili og nú er það bara að tengja saman sigra því það er stutt í efri hluta deildarinnar," sagði Bjarni en hann telur að HK geti farið í efri hlutann.

„Klárlega ef við spilum eins og í síðasta leik og náum að vinna þessa leiki þar sem sigurinn gæti dottið báðum megin en við höfum tapað öllum þeim leikjum á klaufaskap, mögulega út af reynsluleysi enda með mjög ungt lið."

Bjarni var í láni hjá HK síðari hlutann á síðasta tímabili frá ÍBV. Í maí yfirgaf Bjarni síðan ÍBV fyrir fullt og allt og þá ákvað hann að fara aftur í HK.

„Mér leist bara vel á þetta. Þó svo að hópurinn sé töluvert breyttur frá því að ég var þarna seinni hluta síðasta sumars þá á ég marga vini í liðinu. Svo sýndi Jói líka mikinn áhuga og ég naut þess að spila fyrir hann í fyrra þannig það þurfti ekki mikið til að selja mér þetta."

Það er skammt stórra högga á milli í Inkasso-deildinni en næsta umferð er á morgun. Þar heimsækir HK lið Keflavíkinga. Hvernig líst Bjarna á það?

„Mjög vel, Keflavík er með hörkulið sem af öllum held ég er ætlað toppbaráttu en við förum inn í þennan leik með kassann úti og ætlum að sækja sigur og sýna að við erum hörku lið," sagði Bjarni að lokum.

Sjá einnig:
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (HK)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner