Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. júlí 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í Inkasso: Kenndi manni að fótboltinn er ekki númer eitt
Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Daníel í leik með Haukum í sumar.
Daníel í leik með Haukum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég myndi segja að þetta væri minn besti leikur í sumar," sagði Daníel Snorri Guðlaugsson, miðjumaður Hauka, við Fótbolta.net í dag.

Daníel er leikmaður 11. umferðar í Inkasso-deildinni en hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Selfyssingum í gærkvöldi.

„Það sem skilaði sigrinum var það hvernig við byrjuðum í báðum leikhlutum og það að menn voru að leggja sig 100% fram fyrir félagann."

Hinn 21 árs gamli Daníel Snorri er á sínu fjórða tímabili í meistaraflokki en hann hafði ekki náð að skora mark á Íslandsmóti fyrir þetta tímabil.

„Það er mikill léttir þar sem maður var nú ekki búinn að skora, En ég var búinn að vera flakka mikið að milli staða á vellinum fyrir þetta tímabil þannig ég held að það hefur kannski leyft mér að ná meiri stöðuleika."

Daníel varð faðir í fyrsta skipti í byrjun árs og hann segir að það hafi hjálpað honum að verða betri leikmaður. „Ég er alveg pottþéttur á því. Þetta hefur kennt manni helling, sérstaklega það að fótboltinn er ekki númer eitt."

Daníel er með mjög sítt hár en hann segir það lítið trufla sig í leikjum. „Nei ekki þannig séð. Stundum þegar teygjan dettur og ég finn hana ekki aftur þá getur það verið vesen."

Haukar mæta Þrótti í næstu umferð í Inkasso-deildinni á laugardaginn og Daníel er bjartsýnn fyrir þann leik.

„Ef við mætum eins og við mættum til leiks á móti Selfoss og höldum áfram að hlaupa og berjast þá hef ég engar áhyggjur af því," sagði Daníel en hvert er markmið Hauka út sumarið?

„Bara halda áfram að safna stigum og reyna fara stríða þessum liðum sem eru á toppnum."

Sjá einnig:
Bestur í 10. umferð - Bjarni Gunnarsson (HK
Bestur í 9. umferð - Björgvin Stefánsson (HK)
Bestur í 8. umferð - Kristinn Justiniano Snjólfsson (Leiknir F.)
Bestur í 7. umferð - Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð - Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 5. umferð - Arnar Darri Pétursson (Þróttur)
Bestur í 4. umferð - Emil Ásmundsson (Fylkir)
Bestur í 3. umferð - Víðir Þorvarðarson (Þróttur)
Bestur í 2. umferð - Andy Pew (Selfoss)
Bestur í 1. umferð - Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner