Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. júlí 2017 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Glódís Perla til Rosengård (Staðfest)
Glódís á flugvellinum í gær, á leið til Hollands.
Glódís á flugvellinum í gær, á leið til Hollands.
Mynd: Heiða Dís
Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur skipt um lið í Svíþjóð. Hún hefur samið við stórliðið Rosengård.

Glódís kemur til Rosengård frá Eskilstuna þar sem hún hefur spilað undanfarin ár.

„Glódís er miðvörður sem er sterk líkamlega og hefur góða sendingargetu. Hún er enn ung og getur þróað leik sinn hérna," segir á heimasíðu Rosengård.

Glódís skrifaði undir samning sem gildir út tímabilið 2018, en hún fer til Rosengård strax eftir Evrópumótið.

Glódís er 22 ára, en er þrátt fyrir það einn af reynslumestu leikmönnum kvennalandsliðsins. Hún verður í lykihlutverki hjá Íslandi á EM í Hollandi sem hefst á morgun. Ísland á fyrsta leik eftir þrjá daga gegn stórliði Frakklands.

Glódís hefur spilað með Eskilstuna frá 2015, en áður lék hún með Stjörnunni. Núna fer hún til Rosengård, sem er gríðarlega stórt lið í Svíþjóð.

Rosengård er sem stendur í öðru sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner