Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. júlí 2017 12:16
Hafliði Breiðfjörð
EM í Hollandi
Freysi: Glódís gæti spilað með Lyon og Barcelona
Glódís í leiknum gegn Brasilíu.
Glódís í leiknum gegn Brasilíu.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Frá fréttamannafundinum í dag.
Frá fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari Íslands segir að félagaskipti Glódísar Perlu Viggósdóttur hafi ekki skapað neitt áreiti á hópnum í aðdraganda Evrópumótsins.

Á sama tíma og íslenska liðið hóf sína fyrstu æfingu í Hollandi í gær sendi sænska félagið Rosengard frá sér tilkynningu þess efnis að Glódís Perla væri gengin í raðir félagsins frá Eskilstuna.

„Þetta var klárt fyrir rúmri viku. Hún hefur unnið faglega að þessu ásamt sínu fólki og ég var inn í þessu allan tímann. Við vorum meðvituð um að við vildum klára þetta í upphafi vikunnar og hún kláraði það ásamt sínu fólki," sagði Freyr á fréttamannafundi á æfingasvæði landsliðsins í morgun.

„Þetta var því farið frá henni en það var smá bras á kaupverðinu milli félaganna eins og gengur í þessu. Þegar það kláraðist í gær þá var þetta gert opinbert. Ég held að þetta trufli hana ekki neitt. Ég veit ekki hvort það sé eitthvað áreiti í símanum hjá henni, liðsfélagar í Eskilstuna og þannig."

Lið Rosengard hét áður Malmö og þar áður Ldb Malmö. Systurnar Ásthildur og Þóra Björg Helgadætur léku með liðinu við góðan orðstýr sem og Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði Íslands á EM.

„Ég er ánægður fyrir hennar hönd, þetta er það sem hun vildi. Flottur kllúbbur með mikla og góða hefð og þjálfara og frábær borg," sagði Freyr og hélt svo áfram.

„Þær þurfa alltaf Íslendinga í liðinu til að vinna titla. Það sem skiptir máli er að þetta er það sem hun vildi, þetta er gott skref. Hún gæti spilað með Lyon og Barca en það kemur seinna."

Fréttamannafundinn má sjá í heild hér að neðan:


Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner