Í Morgunblaðinu er sagt frá því að KR ætli að semja við Helmis Matute frá Hondúras. Matute er 24 ára gamalla vinstri bakvörður og hefur verið til reynslu hjá Vesturbæjarliðinu síðustu daga. Hann lék með liðinu í leik gegn HK í Deildabikarnum í gærkvöldi sem KR vann 4-1.
Í þeim leik lék einnig bandaríski miðju/sóknarmaðurinn Mychal Turpin með KR-ingum en ólíklegt er talið að hann fái samning hjá liðinu. Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir því að Keflavík hafi boðið leikmanninum að koma til reynslu hjá þeim þannig að það er aldrei að vita nema við fáum að sjá hann í íslenska boltanum í sumar.
Athugasemdir