Grindavík hefur fengið danska kantmanninn Simon Smidt í sínar raðir frá Fram.
Simon var ekki með KSÍ samning við Fram og því þarf Grindavík ekki að greiða kaupverð fyrir hann.
Simon var ekki með KSÍ samning við Fram og því þarf Grindavík ekki að greiða kaupverð fyrir hann.
Simon hefur skorað tvö mörk í þrettán leikjum í Inkasso-deildinni með Fram í sumar.
Í fyrra spilaði Simon með ÍBV í Pepsi-deildinni þar sem hann skoraði þrjú mörk í nítján leikjum.
Simon tekur út leikbann vegna fjögurra gulra spjalda þegar Grindavík mætir Stjörnunni á sunnudag en hann verður klár viku síðar gegn Víkingi R.
Hann er annar leikmaðurinn sem Grindavík fær í sínar raðir í dag en varnarmaðurinn Edu Cruz kom aftur til félagsins frá Raufoss í Noregi fyrr í dag.
Athugasemdir