Þróttarar sóttu Keflavík heim í Reykjaneshöllina í kvöld. Fyrir leikinn voru Þróttarar neðstir í riðlinum með eitt stig, en áttu 2 leiki til góða á topp liðin. Keflvíkingar voru í öðru sæti með 8 stig.
Leikurinn var frekar jafn og spennandi framan af en Þróttarar voru þó með nokkra stjórn á honum. Liðin skildu jöfn eftir fyrri hálfleik með eitt mark hvort með mörkum frá Guðmundi Þorsteinssyni fyrir heimamenn og Davíð Loga Gunnarssyni fyrir Þróttara.
Í seinni hálfleik voru Þróttarar mun sterkari og náðu að skapa sér nokkur ágætis færi. Þeir tóku síðan forystuna með marki Halldórs Hilmissonar eftir góða sókn, 2-1. Þróttarar bættu síðan við þriðja markinu með glæsilegu langskoti frá Dusan Jaic.
Eftir þetta bökkuðu Þróttarar aðeins neðar á völlinn og nýttu Keflvíkingar það og fóru að skapa sér betri færi. Þróttara vörnin hélt þó og náðu þeir að skapa hættu í kringum vítateig Keflvíkinga eftir ágætlega útfærðar skyndi sóknir.
Keflvíkingar náðu þó að klóra aðeins í bakkann rétt fyrir leikslok með öðru marki frá Guðmundi Steinarssyni, en það má líklega skrifa það mark á einbeitingarleysi Þróttara sem voru farnir að fagna sigrinum aðeins of snemma.
Lokatölur: Keflavík 2 - 3 Þróttur
Ljósmyndari Fótbolti.net var staddur á leiknum og má sjá afraksturinn hér fyrir neðan.
Hægt er að smella á myndirnar til að sjá stærri útgáfu.
Athugasemdir