Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 28. júlí 2017 14:20
Elvar Geir Magnússon
Indriði Sigurðsson leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann hefur glímt við meiðsli í allt sumar og er ákvörðunin samkvæmt ráðleggingum lækna og sjúkraþjálfara.

Þetta kemur fram á heimasíðu KR en Indriði er 35 ára.

Indriði varð tvöfaldur meistari með KR árið 1999 og hélt í framhaldinu út í atvinnumennsku. Hann snéri aftur til uppeldisfélagsins að loknum glæstum atvinnumannaferli fyrir keppnistímabilið í fyrra.

„Knattspyrnudeild KR þakkar Indriða fyrir framlag hans inná knattspyrnuvellinum en mun engu að síður áfram njóta starfskrafta hans út þetta keppnistímabil, hið minnsta," segir á heimasíðu KR.

Á ferlinum lék Indriði 66 landsleiki fyrir Ísland en í atvinnumennsku lék hann fyrir Lilleström, Lyn og Viking í Noregi og Genk í Belgíu.

Indriði hefur komið við sögu í 6 af 12 leikjum KR í Pepsi-deildinni í sumar en liðið situr í fimmta sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner