Manchester United vilja breyta fyrirkomulagi Meistaradeildarinnar svo fleiri stórlið geti komist í 8-liða úrslit keppninnar. Liðið féll einmitt út úr keppninni fyrir AC Milan í 16-liða úrslitunum en David Dill framkvæmdarstjóri liðsins sem hefur verið mikið í fréttum í dag er með tillögu til að breyta keppninni.
Gill segir að viðræður milli klúbba og UEFA muni fara fram til að ræða hvort breytingar væru nauðsynlegar en hann bjóst þó ekki við neinu næstu tvö árin. "Það er ekki gott fyrir stórliðin, ekki gott fyrir sjónvarpið og kostendur ef ekkert spænskt lið er í fjórðungsúrslitunum" sagði Gill.
Stórlið á borð við Real Madrid, Barcelona, United og Englandsmeistara Arsenal komust ekki í 8-liða úrslit en "minni lið" á borð við PSV Eindhoven á aftur á móti sæti þar.
Gill segist hafa rætt við stjórnarmenn AC Milan fyrir leiki liðanna á dögunum og að þeir hafi rætt hugsanlegt fyrirkomulag þar sem liðum væri raðað eftir styrkleika og að eftir riðlakeppnina myndi liðið sem er efst á styrkleikalistanum spila við það neðsta og því færi enginn dráttur fram.
Athugasemdir