Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 11. ágúst 2017 11:18
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing frá Danny Rose - „Dómgreindarleysi hjá mér"
Danny Rose kom sér í klandur með ummælum sínum
Danny Rose kom sér í klandur með ummælum sínum
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danny Rose, leikmaður Tottenham Hotspur á Englandi, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem hann lét falla í breska blaðinu The Sun á dögunum. Hann biðst afsökunar á ummælum sínum.

Rose, sem er 27 ára gamall, var með áhugaverð ummæli á dögunum og heimtaði að fá ofurstjörnur til Tottenham eða hann myndi leita annað.

„Ég er að ná hátindi ferilsins og ég á líklega einungis einn stóran samning eftir," sagði hinn 27 ára gamli Rose.

„Tíminn er að renna út og ég vil vinna bikara.. Ég vil ekki spila fótbolta í 15 ár og enda með engan bikar eða medalíu. Ég er ekki þannig."

„Ég er ekki að segja að ég vilji fara en ef að ég fengi spennandi tilboð þá myndi ég ekki hika við að lýsa skoðunum mínum við félagið."

„Ég myndi gjarnan vilja sjá fleiri nýja leikmenn. Ég vil fá heimsklassa lekmenn sem koma inn um dyrnar og láta þig berjast fyrir sætinu. Ég vil ekki fá leikmenn sem þú þarft að leita að á Google og segja 'hver er þetta?"
sagði Rose en nú hefur hann sent frá sér yfirlýsingu.

Yfirlýsing Rose:

„Hef haft smá tíma til þess að hugsa um það sem ég sagði og ég skil það núna að tímasetningin var mjög óhentug og þetta var dómgreindarleysi hjá mér. Ég vildi ekki móðga neinn og vil því biðja stjórnarformanninn, knattspyrnustjórann, leikmenninna og stuðningsmennina afsökunar. Ég vil líka óska liðinu góðs gengis gegn Newcastle á sunnudag," sagði í yfirlýsingu hans.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United í Powerade-slúðrinu í morgun en það verður áhugavert að sjá hvað gerist fyrir lok gluggans.
Athugasemdir
banner
banner
banner