Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 13. ágúst 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Swansea ætlar að nota Gylfa-peninginn í Bony, Allen og Chadli
Bony gæti verið að snúa aftur til Swansea.
Bony gæti verið að snúa aftur til Swansea.
Mynd: Getty Images
Swansea vonast til þess að kaupa Wilfried Bony, Joe Allen og Nacer Chadli þegar salan á Gylfa Sigurðssyni til Everton gengur í gegn.

Gylfi verður líklega leikmaður Everton í vikunni.

Talið er að Everton sé að borga Swansea eitthvað í kringum 50 milljónir punda fyrir Gylfa.

Swansea ætlar að dýfa sér á leikmannamarkaðinn þegar salan á Gylfa gengur í gegn. Wilfried Bony, sóknarmaður Manchester City sem áður lék með Swansea, Joe Allen, miðjumaður Stoke sem einnig lék áður með Swansea, og Nacer Chadli, leikmaður West Brom, eru allir á innkaupalistanum eftir brottför Gylfa.

Það verður þó ekkert gert fyrr en Gylfi fer.

„„Það eina sem er mikilvægt er staða Gylfa. Ef það gengur upp þá getum við talað um aðra leikmenn. Það verður ekkert víst fyrr en Gylfi fer frá félaginu," sagði Paul Clement, stjóri Swansea í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner