Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   sun 13. ágúst 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Kristjáns og Hannes í Randers - Sjáðu á bakvið tjöldin
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Randers.
Mynd: Getty Images
Ólafur Kristjánsson tók við Randers í maí á síðasta ári. Fyrsta tímabil hans var kaflaskipt, en núna er hann á öðru tímabili sínu.

Það hefur alls ekki farið vel af stað.

Randers er á botni dönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig eftir fimm leiki, en þar á bæ búast menn við meiru.

Canal 9 hefur birt stuttan þátt þar sem skyggnst er á bakvið tjöldin hjá Randers. Rætt er við Óla Kristjáns og farið er yfir það hvernig hann sinnir starfi sínu sem þjálfari félagsins.

Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er markvörður Randers, en Óli fékk hann til liðsins á síðasta ári.

Hér að neðan er þessi stutti þáttur.


Athugasemdir
banner
banner
banner