Bristol City er á meðal félaga sem hafa áhuga á Ögmundi Kristinssyni samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Ögmundur er á förum frá Hammarby eftir að sænska félagið keypti Johan Wiland frá Malmö á dögunum.
Bristol leikur í ensku Championship deildinni en Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá félaginu.
Ögmundur er á förum frá Hammarby eftir að sænska félagið keypti Johan Wiland frá Malmö á dögunum.
Bristol leikur í ensku Championship deildinni en Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá félaginu.
Félög í Noregi og Danmörku hafa einnig sýnt Ögmundi áhuga að undanförnu samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin og nokkuð ljóst er að Ögmundur skiptir um félag fyrir þann tíma.
Hinn 28 ára gamli Ögmundur hefur verið hjá Hammarby í tvö ár en hann kom til félagsins frá Randers í Danmörku.
Athugasemdir