„Ég er fyrst og síðar stoltur af strákunum," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 2-0 tap gegn Val í kvöld.
„Við setjum inn góða frammistöðu og mér finnst við hafa tekið stórt þroskaskref í þessum slæma kafla sem styrkir okkur til lengri tíma. Ég get sagt það að við getum byggt á þessari frammistöðu."
„Við setjum inn góða frammistöðu og mér finnst við hafa tekið stórt þroskaskref í þessum slæma kafla sem styrkir okkur til lengri tíma. Ég get sagt það að við getum byggt á þessari frammistöðu."
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Grindavík
Hvað var það sem skildi að í dag?
„Gæðin. Valur er náttúrulega bara ógeðslega gott lið og það er erfitt við þá að eiga hérna á rennandi blautu grasinu þegar þeir finna sinn gír. En mér fannst við þrátt fyrir að hafa lent undir, bregðast ótrúlega vel við og við settum val undir mikla pressu."
„Ég hafði það á tilfinningunni að ef við hefðum náð inn marki, þá hefðum við getað búið til einhverja stemningu síðustu 10 mínúturnar, jafnvel tekið eitthvað meira en jafntefli."
„Við erum nýliðar í þessari deild og við erum að reyna að bæta okkur og búa til gott lið. Við erum á góðri leið með það."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir