Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. ágúst 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Enski spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Enski.
Enski.
Mynd: Úr einkasafni
Enski spáir því að hans menn í Liverpool vinni Arsenal.
Enski spáir því að hans menn í Liverpool vinni Arsenal.
Mynd: Getty Images
Gunnar Heiðar Þorvaldsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Viðar Skjóldal, enski, hefur slegið í gegn á Snpachat undir notendanafninu „enskiboltinn". Enski spáir í leikina að þessu sinni en hann er harður Liverpool maður.

„Við skorum alltaf 3-4 mörk í leik. Það skiptir engu máli hvar Coutinho er. Það vantar ekki mörk. Það vantar hins vegar 3-4 varnarmenn. Allir leikirnir eru 3-3, 4-3 og eitthvað," sagði enski um stöðuna á Liverpool liðinu í dag.

Bournemouth 1 - 2 Manchester City (11:30 á morgun)
Bournemouth eru sterkir heima en þeir tapa þessum leik.

Crystal Palace 2 - 0 Swansea (14:00 á morgun)
Crystal Palace lítur ekki vel út en það gerir Swansea ekki heldur.

Huddersfield 1 - 0 Southampton (14:00 á morgun)
Ég spáði Huddersfield uppi og ég stend með þeim. Þeir taka þriðja sigurinn í röð.

Newcastle 1 - 0 West Ham (14:00 á morgun)
Þarna mætast tvö lélegustu lið deildarinnar. West Ham eru lélegastir og ég held að Newcastle nái í heimasigur.

Watford 2 - 1 Brighton (14:00 á morgun)
Brighton er alltaf að fara falla á meðan Watford eru ágætir.

Manchester United 3 - 0 Leicester (16:30 á morgun)
United liðið lítur hrikalega vel út og þeir vinna alltaf heimasigur þarna.

Chelsea 2 - 0 Everton (12:30 á sunnudag)
Fyrst Chelsea vann Tottenham þá er Conte sennilega ekki að fara. Þeir vinna 2-0.

WBA 1 - 0 Stoke (12:30 á sunnudag)
Pulis er sterkur á heimavelli og hann vinnur þriðja 1-0 sigurinn í leiðinlegasta leik umferðarinnar.

Liverpool 3 - 2 Arsenal (15:00 á sunnudag)
Mínir menn voru frábærir í fyrrakvöld. Við verðum frábærir þarna og vinnum Arsenal heima.

Tottenham 2 - 1 Burnley (15:00 á sunnudag)
Þetta verður naumur sigur hjá Tottenham. Það hlýtur að koma að því að þeir vinni leik á Wembley.

Fyrri spámenn:
Gummi Ben (5 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner