Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   fös 25. ágúst 2017 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Jökull Andrésson semur við Reading (Staðfest)
Jökull Andrésson við undirskriftina í dag
Jökull Andrésson við undirskriftina í dag
Mynd: Twitter
Jökull Andrésson, 16 ára markvörður úr Aftureldingu, samdi í dag við enska félagið Reading sem leikur í Championship-deildinni.

Jökull hefur meira og minna æft með Reading frá árinu 2014 en í janúar á þessu ári var hann kallaður inn á æfingar með aðalliðinu.

Hann skrifaði svo undir sinn fyrsta atvinnumannasamning í dag en með honum var bróðir hans, Axel Andrésson, sem hefur verið að gera það gott með aðalliðinu.

Axel hefur spilað í síðustu tveimur bikarleikjum með Reading en hann samdi sjálfur við félagið árið 2014.

Hann var lánaður til Bath City undir lok síðasta árs og virðist sú reynsla hafa skilað miklu enda er hann að fá tækifærin með aðalliðinu núna.

Jökull vonast til að feta í sömu fótspor en hann var valinn í úrtakshóp U17 ára landsliðsins á síðasta ári.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner