Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 26. ágúst 2017 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Newcastle og Swansea með flotta sigra
Newcastle-menn eru komnir á blað.
Newcastle-menn eru komnir á blað.
Mynd: Getty Images
Abraham skoraði fyrir Swansea.
Abraham skoraði fyrir Swansea.
Mynd: Getty Images
Það voru fjórir leikir að klárast í ensku úrvalsdeildinni.

Newcastle og Swansea eru komin á blað. Þessi lið voru búin að tapa fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni, en í dag unnu þau.

Newcastle átti ekki í miklum vandræðu með West Ham, þeir unnu 3-0, og Swansea lagði Crystal Palace 2-0.

West Ham hefur tapað öllum þremur leikjum sínum eins og Crystal Palace. Ekki óskabyrjun hjá Lundúnarliðunum.

Huddersfield hefur ekki enn tapað, en þeir gerðu markalaust jafntefli gegn Southampton í dag. Nýliðar Brighton náðu þá í sitt fyrsta stig í ensku úrvalsdeildinni með markalausu jafntefli gegn Watford.

Hér að neðan eru úrslit og markaskorarar dagsins.

Crystal Palace 0 - 2 Swansea
0-1 Tammy Abraham ('44 )
0-2 Jordan Ayew ('48 )

Huddersfield 0 - 0 Southampton

Newcastle 3 - 0 West Ham
1-0 Joselu ('36 )
2-0 Ciaran Clark ('72 )
3-0 Aleksandar Mitrovic ('86 )

Watford 0 - 0 Brighton
Rautt spjald: Miguel Britos, Watford ('24)

Man Utd og Leicester mætast 16:30.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner