Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   sun 10. september 2017 17:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
De Boer: Ég get ekki gert meira
De Boer er þungur á brún þessa daganna
De Boer er þungur á brún þessa daganna
Mynd: Getty Images
Stjórastóll Frank de Boer, stjóra Crystal Palace er orðinn brennandi heitur en ekkert gengur hjá mönnum hans í ensku úrvalsdeildinni.

De Boer tók við Crystal Palace í sumar og hefur liðið tapað fyrstu fjórum leikjum sínum, og ekki skorað eitt einasta mark. Þetta er versta byrjun Crystal Palace í 92 ár, hvorki meira né minna!

De Boer benti á fullt af jákvæðum hlutum, þar á meðal að Crystal Palace átti 23 skot á markið í leiknum í dag, boltinn fór hins vegar ekki yfir línuna.

Sen Dyche, stjóri Burnley viðurkenndi eftir leik að Crystal Palace hefði verið betra liðið í leiknum og var de Boer sammála því, og bætti við að hann hefði ekki gert neitt öðruvísi.

„Ég einbeiti mér á því sem ég get stjórnað. Ég get ekki gert meira en það. Það var aðeins eitt lið sem átti skilið að vinna í dag, og það vorum við, en svona er fótboltinn," sagði de Boer.
Athugasemdir
banner
banner
banner