mán 11. september 2017 12:16
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
„Auminga hann að hafa þessa þrotamenn fyrir framan sig"
Alexis Egea.
Alexis Egea.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Víkingur Ólafsvík hefur fengið á sig tólf mörk í síðustu þremur leikjum sínum í Pepsi-deildinni. Varnarleikur liðsins hefur fengið harða gagnrýni eftir 4-4 jafnteflið gegn Fjölni á laugardag.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sparkspekingur á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Nacho Heras og Alexis Egea þegar þriðja mark Fjölnis var skoðað í Pepsi-mörkunum. Markið var vægast sagt klaufalegt.

„Haltur leiðir blindan lýsir þessu ágætlega þó það sé kannski móðgun við halta og blinda. Þarna ertu með tvo lélegustu hafsenta deildarinnar og sennilega tvo af slöppustu hafsentum sem hafa spilað í efstu deild í langan tíma," segir Óskar.

„Auðvitað er þetta erfitt. Það er erfitt að vera með þá. Aumingja Cristian Martínez sem er ljómandi góður markvörður að vera með þessa þrotamenn fyrir framan sig. Það er hryllingur að horfa upp á þetta."

Ólsarar komust í 3-0 í leiknum en lentu svo 3-4 undir áður en þeir náðu að bjarga stigi í lokin.

„Það sem mér finnst eiginlega merkilegast er að Víkingarnir lögðu eiginlega niður störf í 3-0. Þá hættu þeir. Þeir gátu ekki skapað, skallað í boltann, sparkað í boltann, varist eða spilað boltanum. Þetta er rosalega skrítið," segir Óskar.

Ólsarar eru stigi fyrir ofan fallsæti en þeir heimsækja Stjörnuna á fimmtudaginn í 19. umferð deildarinnar.

Sjá einnig:
Ejub Purisevic: Finnst eins og við höfum tapað
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner