Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Eftirminnilegustu atvik Eiðs Smára - Sigurmarkið gegn Man Utd
Eiður skorar markið gegn United.
Eiður skorar markið gegn United.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen tilkynnti á föstudaginn að hann hafi ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir farsælan feril.

Eiður, sem verður 39 ára á föstudaginn, er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Á mögnuðum ferli sínum vann hann meðal annars stóra titla með Chelsea og Barcelona.

Fótbolti.net hefur fengið nokkra aðila til að velja eftirminnilegasta augnablikið á ferli Eiðs Smára. Hér má sjá fyrsta svarið.

Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV
Það eru auðvitað klassísk augnablik sem koma fyrst upp í hugann. Kannski af því það er alltaf verið að rifja þau upp og sýna þau í sjónvarpinu og á netinu. Þegar hann kom inn á fyrir pabba sinn í landsleik úti í Eistlandi, hjólahestaspyrnumarkið með Chelsea á móti Leeds og þegar Haukur Harðar náði honum meyrum í viðtali eftir seinni leikinn í Króatíuumspilinu fyrir HM 2014. Það er mér líka alltaf ferskt í minni þegar hann spilaði með KR á móti pabba hans í Val og eftir leik þá stökk hann á hestbak á Arnóri.

En þar sem þetta eru allt augnablik sem einhverjir aðrir velja pottþétt. Ætla ég að segja sigurmarkið sem hann skoraði fyrir Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á móti Manchester United 2004. Hann fékk sendingu frá Drogba og lyfti boltanum yfir Tim Howard. Þessa leiktíð endaði Eiður líka á top 10 listanum yfir markahæstu menn deildarinnar. Annars man ég svo líka alltaf eftir fyrsta landsliðsmarkinu hans. Það skoraði hann í 3-0 sigri á Andorra á Laugardalsvelli alveg í lok leiksins. Ég var á þeim leik og fagnaði markinu vel. Og svo auðvitað innkoma hans í Slóveníuleikinn úti, í undankeppni HM 2014. Þar kom hann inn á í stöðunni 1-1 og var búinn að búa til mark fyrir Gylfa mínútu síðar, sem reyndist sigurmarkið.

Myndband af markinu gegn Manchester United

Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner