Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   lau 16. september 2017 07:30
Magnús Már Einarsson
Guðjón Árni heldur áfram með Víði (Staðfest)
Mynd: Víðir
Víðir Garði hefur framlengt samning sinn við þjálfarann Guðjón Árna Antoníusson til eins árs. Hinn 34 ára gamli Guðjón Arni tók við Víði af Bryngeiri Torfasyni í júní síðastliðnum.

Undir stjórn Guðjóns Árna hefur Víðir farið upp töfluna og blandað sér í toppbaráttuna.

Víðir á ennþá möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina en liðið er í 3. sæti í 2. deildinni þegar tvær umferðir eru eftir, fimm stigum á eftir Magna Grenivik.

Víðir heimsækir Aftureldingu í dag á meðan Magni fær Vestra í heimsókn. Víðir fær Magna síðan í heimsókn í lokaumferðinni.

Guðjón Árni er fæddur og uppalinn í Garðinum en hann hóf meistaraflokksferil með Víði árið 2000. Guðjón lagði skóna á hilluna í vetur eftir farsælan feril þar sem hann spilaði lengi með Keflavík og FH.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner