Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. september 2017 21:01
Brynjar Ingi Erluson
England: Varamaðurinn Ibe skipti sköpum í fyrsta sigri Bournemouth
Jermain Defoe skoraði sigurmarkið
Jermain Defoe skoraði sigurmarkið
Mynd: Getty Images
Bournemouth 2 - 1 Brighton
0-1 Solly March ('55 )
1-1 Andrew Surman ('67 )
2-1 Jermain Defoe ('73 )


Bournemouth lagði Brighton að velli í kvöld í ensku úrvalsdeildinni en leiknaum lauk með 2-1 sigri heimamanna.

Solly March kom gestunum í Brighton yfir þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik áður en Andrew Surman jafnaði metin tólf mínútum síðar.

Jermain Defoe gerðist svo hetja Bournemouth er hann skoraði sigurmarkið á 73. mínútu en heimamenn geta þó helst þakkað Jordon Ibe fyrir sigurinn.

Ibe kom inná sem varamaður á 65. mínútu og lagði upp bæði mörk liðsins. Lokatölur 2-1 fyrir Bournemouth sem náði í sinn fyrsta sigur í kvöld en liðið er í 19. sæti með þrjú stig. Brighton er í 14. sæti með fjögur stig.
Athugasemdir
banner