Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 22. september 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Benni Vals spáir í næstsíðustu umferð Pepsi-deildarinnar
Benedikt Valsson.
Benedikt Valsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jó verður léttur í bragði í viðtali eftir sigur á Stjörnunni ef spáin gengur upp.
Óli Jó verður léttur í bragði í viðtali eftir sigur á Stjörnunni ef spáin gengur upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valtýr Björn Valtýsson var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu viku.

Sjónvarpsmaðurinn Benedikt Valsson er í aðalhlutverki ásamt Fannari Sveinssyni í þáttunum „Hásetar" sem eru sýndir á RÚV þessa dagana. Benni spáir í leiki helgarinnar.



Stjarnan 0 - 3 Valur (14:00 á sunnudag)
Þetta verður auðvelt fyrir Íslandsmeistarana, 0-3 á teppinu og Óli Jó ofboðslega hnyttin í viðtali eftir leik. Hendir jafnvel í fimmaur.

Fjölnir 0 - 2 KR (14:00 á sunnudag)
Við KR-ingar verðum að taka þetta til að eiga smá vonarglætu á Evrópusæti. Óskar Örn með bæði og Skúli Jón fær glóðarauga.

Víkingur R. 1 - 1 ÍA (14:00 á sunnudag)
Skagamenn sem ættu að vera í veseni með að gíra sig í leikinn koma á óvart og gera gott jafntefli. Mark Víkinga verður áberandi flott. Giska á Arnþór eða Dofri eigi markið.

Breiðablik 3 - 2 ÍBV (14:00 á sunnudag)
Ætla setja sigurinn á Blikana. Allt í járnum.

Víkingur Ó. 2 - 1 FH (14:00 á sunnudag)
FH tapar þessum leik en ná þó að pota inn einu marki. Þetta fer 2-1 og einn ónefndur Ólafsvíkingur hleypur mjög æstur inn á völlinn í óleyfi. Ekki Gunnar Sigurðarson, hann mun ekki nenna á völlinn að þessu sinni. Hin árlega septemberleti í honum.

KA 2 - 2 Grindavík (14:00 á sunnudag)
Sem Vesturbæingur get því miður ekki spáð Grindvíkingum sigri að þessu sinni en ég er alveg fús að spá jafntefli enda gott fólk í Grindavík.

Sjá einnig:
Aron Sigurðarson - 4 réttir
Hjörtur Hjartarson - 4 réttir
Ingólfur Sigurðsson - 4 réttir
Matthías Vilhjálmsson - 4 réttir
Rikki G - 4 réttir
Benedikt Bóas og Stefán Árni - 3 réttir
Egill Ploder - 3 réttir
Halldór Jón Sigurðsson - 3 réttir
Hjörvar Hafliðason - 3 réttir
Kristófer Sigurgeirsson - 3 réttir
Einar Örn Jónsson - 2 réttir
Doddi litli - 2 réttir
Lárus Orri Sigurðsson - 2 réttir
Tryggvi Guðmundsson - 2 réttir
Sóli Hólm - 2 réttir
Valtýr Björn Valtýsson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Kjartan Atli Kjartansson - 1 réttur
Guðlaugur Baldursson - 0 réttir
Hjálmar Örn Jóhannsson - 0 réttir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner